Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2017, Page 33

Skinfaxi - 01.03.2017, Page 33
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 33 UMFÍ hefur starfrækt Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laug- um í Sælingsdal í ellefu ár eða frá árinu 2005. Nemendur í 9. bekk grunnskóla geta dvalið þar viku í senn yfir skólaárið frá september og fram til loka maí á hverju ári. Á hverju skólaári er pláss fyrir 2.000 grunnskólanemendur á Laugum. Nemendum í 9. bekk, sem dvelja að Laugum, er óheimilt að vera þar með farsíma og tölvur. Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðuko- na búðanna, segir nemendurna eiga erfitt með að botna í þessu í fyrstu. Þetta geri þeim hins vegar gott enda nóg um að vera. Nemendurnir eru í stífri dagskrá alla daga vikunnar í óformlegu námi sem leitt er af tómstundaleiðbeinendum. Nemendurnir stunda mikla útivist, fara í gönguferðir og eru í útileikjum, kynnast íslenskri þjóðtrú og prófa ýmislegt heilbrigt sem þau eiga annars ekki kost á. Í Ung- menna- og tómstundabúðunum að Laugum kynnast ungmennin styrkleik- um sínum og veikleikum og læra að vinna með þá til að bæta félagsfærni sína. Símalausir nemendur að Laugum í Sælingsdal NÆSTU MÓT UMFÍ 2018 Landsmót UMFÍ 13. – 15. júlí á Sauðárkróki. Landsmótið verður með breyttu og nýju sniði. Landsmót UMFÍ 50+ verður hluti af stóra landsmótinu á Sauðárkróki. Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. 2019 Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað í júní. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. 2020 Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi í júní. Tilkynnt verður um staðsetningu Unglingalandsmóts UMFÍ á mótinu á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Sjáumst á mótum UMFÍ Kynntu þér starf Ungmennafélags Íslands, landssambands ungmennafélaga, á WWW.UMFI.IS

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.