Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 11
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 11
T ími lifandi lukkudýra er sennilega lið -
inn. Jóhann Waage segir góð lukkudýr,
sem tengjast merkjum ungmenna-
félaga, geti gert mikið gagn. Bæði er
hægt að nota þau í fjáröflunarskyni og einnig
láta þau hvetja til íþróttaiðkunar barna. For -
maður Ungmenna- og íþróttasambands
Austurlands segir lukkudýr sambandsins hafa
reynst sameiningartákn þótt fáir vilji fara í
bún inginn.
Lukkudýr geta skapað skemmtilega stemn-
ingu á íþróttaleikjum og viðburðum. Þau
geta glatt yngstu iðkendurna og þá eldri líka
og sameinað alla með hressilegum hætti. En
hver er hugmyndin á bak við lukkudýr félags?
Koma þau að gagni? Hvernig eru þau gagn-
leg?
Grafíski hönnuðurinn og markaðsfræðing-
urinn Jóhann Waage hefur hannað flest
lukkudýr og merki ungmenna- og íþrótta-
félaga landsins. Hann er bjó meðal annars
til lukkudýr fyrir Skallagrím í Borgarnesi,
Breiðablik, Kela fyrir Keflavík, íþrótta- og ung-
mennafélag, Tindastól og fleiri. Síðasti
lukkudýrabúningurinn, sem hann skóp, var
Sprettur sporlangi, lukkudýr UÍA.
Jóhann segir gott lifandi lukkudýr
geta gert góða hluti fyrir viðkomandi
félag, jafn vel hvatt börn til íþróttaiðkana.
„Lukkudýr eru skemmtileg og geta búið
til góða stemn ingu á íþróttaviðburðum.
Þegar ég fór með krakkana mína á leiki
með Skallagrími í Borgarnesi biðu þau
eftir lukkudýrinu og vildu láta taka mynd af
sér með því. Góð lukkudýr geta líka haft
hvetjandi áhrif. Þau ná til stuðningsmanna
og barna sem hafa í sjálfu sér lítinn áhuga
á íþróttum en vilja leika sér. Þegar fígúra
eins og lukkudýr tengist leiknum fá þau
áhuga. Ég hef alltaf viljað sjá félögin gera
krakkana spennta fyrir því að fara á íþrótta-
leiki. Ef þau verða ekki íþróttamenn sjálf eru
samt líkur á að þau vinni síðar fyrir félagið,
sem stjórnarmenn, sjálfboðaliðar eða for-
eldrar barna sem stunda íþróttir.“
Dýrt að búa til lifandi lukkudýr
Jóhann segir minna um það nú en áður að
íþróttafélög láti búa til lifandi lukkudýr fyrir
sig. „Vinnan kostar sitt og búningurinn er ekki
ókeypis. Hann getur farið í nokkuð hundruð
þúsund krónur. Þótt lifandi lukkudýr geri mik-
ið gagn held ég að tími þeirra sé liðinn. Félög-
in gera það nú í meira mæli að búa til lógó
með lukkudýrum í og setja þau á miða, boli,
Telur lukkudýrin gera mikið gagn
Á meðal verka Jóhanns eru bolabítur
Skallagríms sem enn er notaður, Keli
Keflvíkingur, bangsi Fjölnis, krókódíll
Tindastóls, hvítabjörninn fyrir KFÍ, nú
körfuknattleiksdeild Vestra á Ísafirði,
lukkudýr Fylkis, rauða ljón KR, Hauka og
mörg, mörg fleiri. Bæði er um að ræða lifandi
lukkudýr, búning sem manneskja klæðist,
eða lógó félags með teiknuðu lukkudýri á
sem prýðir boli og búninga liðsmanna.
búninga og varning. Lógóið og lukkudýrið
eru andlit félagsins. Eftir þessu er tekið. Félög-
in hafa líka notað lukkudýr í vörumerkjum
til fjáröflunar. Það þarf ekki að vera dýrt og
getur skilað miklu fyrir félagið til lengri tíma,“
segir Jóhann og rifjar upp að hann hafi séð
mikið af vörum merktum með bolabít.
Þótt tími lifandi lukkudýra sé að mestu lið-
inn hér á landi segir Jóhann öðru máli gegna
um stöðu þeirra utan landsteinanna. „Lukku-
dýr hafa lifað góðu lífi í Bandaríkjunum í ára-
raðir og eru mjög tengd við körfubolta þar.
Japanir eru líka allir í fígúrum og líka Kóreu-
menn og ýmsir aðrir Asíubúar. Þá eru lukku-
dýr að verða vinsæl á meginlandi Evrópu,“
segir hann.
Veist þú þetta
um UMFÍ?
• UMFÍ var stofnað á Þingvöllum föstudaginn 2. ágúst 1907.
• Tímaritið Skinfaxi kom fyrst út í október árið 1909.
• Nafnið Skinfaxi er dregið af hinum fljúgandi hesti sem dró vagn
goðsagnaverunnar Dags.
• Fáni UMFÍ heitir Hvítbláinn og var Einar Benediktsson skáld frum-
kvöðull hvítbláa fánans.
• Ungmennafélag Hrunamanna er eitt af afkastamestu ungmenna-
félögunum á sviði leiklistar. Á 92 árum félagsins á 20. öld hafa verið
tekin til sýninga hvorki meira né minna en 105 leikrit.
• Logaland í Reykholtsdal er upphaflega fyrsta samkomuhús
ungmennafélaga á Íslandi, en það var byggt árið 1909.
• Bítillinn Ringo Starr tróð upp
á útihátíð í Atlavík árið 1984
en útihátíðin var haldin af UÍA.
• Fyrsta Landsmót UMFÍ var
haldið á Akureyri 17. júní 1909.
• 26. Landsmót UMFÍ var haldið
á Akureyri 9.–12. júlí 2009,
100 árum síðar.
• UMFÍ eignaðist fyrstu
tölvuna árið 1986 og var
hún af Macintosh-gerð.
• Á 25. Landsmóti UMFÍ í
Kópavogi árið 2007 var
slegið heimsmet í vatns-
byssuslag. Um það bil 2000
byssumenn tóku þátt í
þessum risastóra vatns-
byssuslag.
Alfreð Gíslason tendrar landsmótseldinn
á Landsmótinu á Akureyri 2009.
LU
K
K
U
D
Ý
R