Skinfaxi - 01.01.2018, Síða 12
12 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
K olbrún Lára Kjartansdóttir tók við sem
formaður Ungmennaráðs UMFÍ í byrjun
árs. Hún er tæplega 23 ára háskólanemi
frá Hvammstanga, á öðru ári í leikskólakenn-
aranámi við Háskóla Íslands. Hvernig stóð á
því að hún fór í ungmennaráð?
„Það er mömmu að þakka. Hún sá auglýs-
ingu um ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði
sem halda átti í Hveragerði árið 2011. Þá var
ég 16 ára og bjó á Hvammstanga. Við kom-
umst að því að ég gæti komist á ráðstefnuna
í gegnum ungmennafélagið eða ungmenna-
ráð. Á þessum tíma var ekki búið að stofna
ungmennaráð á Hvammstanga og ég komst
ekki. Mamma hafði þá samband við UMFÍ og
spurði hvernig ætti að stofna ungmennaráð,“
segir Kolbrún þegar hún lýsir því hvernig
þetta gekk til . „Ári seinna bjó ég hjá ömmu
og afa í Reykjavík og var í Kvennaskólanum í
Reykjavík. Ég heyrði af því að fulltrúa vantaði
frá Norðurlandi í Ungmennaráð UMFÍ. Mig
langaði að fara í það því að ég hef alltaf haft
skoðanir á hinu og þessu og mig hefur dreymt
um að láta heyra í mér og segja skoðun mína.
En ég var alltaf svo feimin og þorði það aldrei.
Í raun kunni ég það ekki, hvorki í grunnskóla
og menntaskóla. Ég þorði heldur ekki að fara
í nefndir eða verða fulltrúi nemenda í hópi
kennara þótt mig langaði til þess. Þegar full-
trúa vantaði í Ungmennaráð UMFÍ langaði
mig að fara í ráðið – og ég lét verða af því.
Formaður Ungmennafélags Vestur-Húnvetn-
inga (USVH) tilnefndi okkur Eygló Hrund
Guðmundsdóttur í ráðið og við komumst
inn,“ segir Kolbrún en fyrsta ungmennaráð-
stefna hennar var haldin á Hvolsvelli, sama
ár og hún tók sæti í Ungmennaráði UMFÍ
árið 2012. Þá var hún 17 ára.
Lærir mikið í ungmennaráði
Kolbrún segir setu sína í ungmennaráði
UMFÍ hafa gert mikið fyrir sig og hún lítur á
hana sem óformlegt gagnlegt nám.
„Það er heilmikil upplifun að vera í ung-
mennaráðinu og ég fékk mikla reynslu. Þar
hef ég líka fengið ómetanleg tól fyrir lífstíð
og mér hefur verið kennt að nota þau. Ég
hef lært margt um nefndir og fundarsköp og
er orðin fagmannlegri en áður. Þess vegna
hef ég til dæmis aldrei þurft að fara á ræðu-
námskeið og hef lært að koma skoðunum
mínum á framfæri. Ég lærði það í vinnunni í
ungmennaráðinu. Það er út af því sem ég
fékk kjark til að fara í stjórnmálastarf í
Háskólanum og bjóða mig fram í nafni
Vöku,“ segir Kolbrún sem bætir við að þar
fyrir utan hafi hún nokkrum sinnum farið
ein og með öðrum á fundi og ráðstefnur
á vegum ungmenna ráðsins á hinum
Norðurlöndunum.
Ótrúleg reynsla
Kolbrún segir mestu reynsluna fást með því
að skipuleggja ráðstefnur á borð við Ungt
fólk og lýðræði. „Það er ótrúleg reynsla sem
fæst með því að standa að svona ráðstefnu.
Ég hef lært ótrúlega mikið af því og hef þrosk -
ast sem manneskja. Ég mæli algjörlega með
því að ungmenni kynni sér ungmennaráð
UMFÍ og önnur ráð ungs fólks,“ segir Kolbrún.
Kolbrún Lára:
Lærði að tjá skoðanir
sínar í Ungmennaráði UMFÍ
Kolbrún Lára er nemandi
á menntavísindasviði
Háskóla Íslands og ætlar
að verða leikskólakennari.
Stórviðburður fyrir ungt fólk
Í ungmennaráði UMFÍ sitja tíu ungmenni á aldrinum 16–25
ára. Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði hefur verið
haldin árlega frá árinu 2009. Hún er ætluð jafnöldrum fólksins
í ráðinu. Ungmennaráðstefnan hefur fest sig í sessi á meðal
mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Á öllum ráð-
stefnum eru vinnustofur í framkomu, fundarsköpum og ráð-
stefnugestum er kennt að nýta sér ýmis tól í daglegu lífi.