Skinfaxi - 01.01.2018, Qupperneq 14
14 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
L andsmótið verður haldið á Sauðárkróki dagana 12.–15. júlí nk.
Mótið er opið öllum frá 18 ára aldri. Áhugasamir þurfa hvorki
að vera skráðir í ungmennafélag né annað íþróttafélag. Það
eina sem þarf er áhugi á að njóta þess að hreyfa sig og njóta
samveru með öðrum.
Á Landsmótinu verða næstum fjörutíu íþróttagreinar í boði. Dags-
kránni er skipt í fjóra flokka; kepptu, láttu vaða, leiktu þér og skemmtu
þér. Það er einmitt láttu vaða sem er ein af nýju áherslunum en þar
geta þátttakendur Landsmótsins fengið tækifæri til að prófa fjölda
íþróttagreina eða fá kennslu og kynningu í þeim. Mótsgestir geta
valið hverju þeir taka þátt í og sett sitt eigið mót saman. Eitt verð
gildir fyrir allt mótið, hvort heldur fólk tekur þátt í einni grein eða
mörgum. Flestir viðburðirnir, sem boðið er upp á í tengslum við Lands-
mótið, eru fríir og fá þátttakendur afslátt á ýmsa aðra viðburði.
Á mótinu verður, til viðbótar við íþróttirnar, fjöldi viðburða, fyrir-
lestrar um heilsu, heilbrigði og vellíðan, markaðir og uppákomur alls
konar.
Samhliða Landsmótinu fer fram Landsmót UMFÍ 50+. Þetta verður
stærsta landsmótið fyrir fimmtíu ára og eldri sem haldið hefur verið.
Miklu meira verður um að vera á mótinu á Sauðárkróki enda geta
þátttakendur tekið þátt í ýmsum viðburðum tengdum Landsmótinu,
ráðstefnum og kynningum, að ógleymdu matar- og skemmtikvöldi
þar sem Geirmundur Valtýsson mun stýra skagfirskri sveiflu eins og
honum er einum lagið.
Búðu til þitt
eigið Landsmót