Skinfaxi - 01.01.2018, Side 18
18 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
„Við höfum komist að ýmsu. Við vitum um
hlutfall kynja í fjölmiðlaumfjöllun, að þjálfar-
ar stúlknaliða í fótbolta eru minna mennt-
aðir en þeir sem þjálfa karlaliðin, við vitum
að laun þjálfara kvennaliða eru lægri en í þjálf-
un karla í meistaraflokki og við vitum að kon-
ur eru færri í stjórnum íþróttafélaga,“ segir
sálfræðingurinn og handboltakonan Hafrún
Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttasviðs
Háskólans í Reykjavík.
Fyrir tveimur árum hóf Hafrún að rann-
saka kynjahlutföll í íþróttum ásamt Bjarna Má
Magnússyni, dósent við lagadeild Háskólans
í Reykjavík, og Margréti Lilju Guðmunds-
dóttur, aðjúnkt á íþróttasviði við tækni- og
verkfræðideild sama skóla.
Í grein sem þau Hafrún og Bjarni fengu
birta í Fréttablaðinu á sínum tíma benda
þau á að íslenska ríkið hafi skuldbundið sig á
alþjóðavettvangi til að tryggja kynjajafnrétti
á sviði íþróttamála.
Þau Bjarni hafa síðan þetta var skoðað
kynjamál í íþróttum frá ýmsum hliðum og
stóðu m.a. fyrir ráðstefnu um lagalegt
umhverfi íþrótta á Íslandi með hliðsjón af
kynjajafnréttissjónarmiðum.
Íþróttafélög þurfa
að standa sig betur
Hafrún segir að í ljósi alþjóðlegra skuldbind-
inga íslenska ríkisins megi ætla að ríkinu beri
skylda til að sjá til þess að skoða betur fjár-
útlát til íþróttafélaga og stöðva eða hægja á
fjárveitingum til þeirra félaga sem standa sig
ekki í jafnréttismálum.
Þetta varð óvænt að veruleika í tengslum
við #MeToo-byltinguna þegar stjórn Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga hvatti sveitar-
félög til að skilyrða fjárveitingar til íþrótta-
félaga og annarra félaga sem bjóða upp á
tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, því
að félögin setji sér siðareglur, viðbragðs-
áætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kyn-
ferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi.
Í kjölfarið verði félögin að sýna fram á að
farið sé eftir jafnréttisáætlunum og jafn-
réttislögum í starfi sínu.
En hvernig hafa undirtektirnar verið?
„Undirtektirnar hafa verið mjög góðar.
Stundum getur verið erfitt að frá svör frá
íþróttafélögunum. En það skýrist auðvitað af
álagi á flestum félögum. Þau hafa nóg annað
að gera en að leita upplýsinga fyrir okkur,“
segir Hafrún og bendir á að enn eigi mikið
eftir að koma út í tengslum við rannsóknina
á kynjajafnrétti í íþróttum.
„Við ætlum að skrifa nokkrar greinar og
erum komin langt með gagnasöfnun. Ein
grein er í ritrýni og kemur vonandi út í lok
sumars í tengslum við alþjóðlega íþrótta-
ráðstefnu sem verður í Háskólanum í
Reykjavík í ágúst,” segir Hafrún.
Ráðstefnan verður dagana 15.–17. ágúst
og er þetta ellefta ráðstefnan sem haldin er
um stöðu jafnréttismála í íþróttum.
Skoðar
íþróttir með
jafnréttis-
gleraugum
Hafrún Kristjánsdóttir segir margt
hafa komið í ljós í rannsókn sinni á jafnrétti í íþróttum.
Á döfinni sé stór alþjóðleg ráðstefna í lok sumars.
„Eng an kyn bund inn grein ar mun á heim ild um eða skyldum
hvað varðar íþrótt ir er að finna í gild andi lög gjöf. Ekki er held ur
fjallað um jafn rétt is mál, eða stöðu kynj anna, með sér stök um
hætti í lög gjöf inni. Þannig er ekki gerður laga leg ur grein ar-
mun ur á íþróttaiðkun kynj anna, fjár mun um sem skuli leggja
til íþróttaiðkun ar eða annarra sjón ar miða sem eiga ræt ur í
jafn rétti kynj anna í gild andi íþrótta lög um.“
María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi
við Sus sex-há skóla, sagði þetta í erindi sem hún flutti á ráð-
stefnu um kynjajafnrétti í íþróttum í febrúar. María kynnti
niðurstöður hluta rannsóknar um hlutverk ríkisvaldsins við
að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum.
Á ráðstefnunni kom fram að í gild andi íþrótta lög um frá
1998 er ekk ert fjallað um kynja sjón ar mið þó svo að legið hafi
fyr ir bæði þings álykt un frá 1992 og til lög ur sér stakr ar nefnd ar
sem skipuð var 1996 til þess að auka hlut kvenna í íþrótt um.