Skinfaxi - 01.01.2018, Side 20
20 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
E r gerðar eru kröfur til íþróttamannvirkja
og aðstöðu til íþróttamannvirkja þarf að
taka mið af mörgum þáttum þegar horft
er til framtíðar, ekki síst breyttum þörfum og
kröfum notenda. Fólk lifir almennt lengur en
áður, það hreyfir sig meira, almenningur
stundar alls konar íþróttir sér til heilsubótar
og hópurinn er orðinn fjölbreyttari.
Þetta er ástæðan fyrir því að hönnuðir
íþróttamannvirkja þurfa að taka tillit til fleiri
þátta í húsagerðinni en áður að mati Alþjóða-
samtaka um íþrótta- og tómstundamannvirki
(e. The International Association for Sports
and Leisure Facilities, skammstafað IAKS).
Samtökin hafa tekið saman nokkur atriði sem
þau telja að skipti máli fyrir íþróttamannvirki
framtíðarinnar. Sumt þekkja Íslendingar vel
enda er fyrir löngu búið að innleiða sumt af
því hér á landi sem ekki þekkist í öðrum
löndum.
1. Fjölnota íþróttahús og tengingar við aðra
starfsemi. Samnýting og samlegðaráhrif séu
höfð að leiðarljósi við mannvirkjagerðina.
Skipuleggja þarf allt rými fyrir mismunandi
greinar og fjölþætta starfsemi.
2. Sjá þarf til þess að umhverfið hvetji til
hreyfingar í stað þess að letja til hreyfingar.
Aðstaðan þarf að vera slík að hægt sé að
bjóða upp á ýmsa heilsueflandi viðburði.
3. Íþróttamannvirki þurfa að vera hönnuð
jafnt fyrir alla, fatlaða sem ófatlaða, börn, full-
orðna og eldri borgara sem eiga erfitt með
að komast á milli staða. Aðgengi verður því
að vera gott og almennt.
4. Skipulag og hönnun íþróttamannvirkja er
samvinnuverkefni því að rýmið á að þjóna
samfélaginu. Við þarfagreiningu í aðdraganda
framkvæmda þarf að hlusta á raddir kennara,
þjálfara, iðkenda, íbúa í nágrenninu og ann-
arra sem geta notað húsið á einn eða annan
hátt. Mikilvægt er að húsið geti þjónað sem
flestum.
5. Talsverður munur er á íþróttaaðstöðu og
viðburðum í eigu félagasamtaka og einka-
aðila. Svæði í eigu þeirra síðarnefndu hafa til-
hneigingu til að einskorðast við tiltekna hreyf-
ingu eða greinar. Líkamsræktarstöðvar og
knattspyrnuvellir félagsliða eru dæmi um
íþróttaaðstöðu fyrir tiltekinn hóp fólks. Dæm-
in sanna að félagasamtök hafa úr minni fjár-
munum að ráða en einkaaðilar til uppbygg-
ingar svæða sinna og til uppbyggingar greina.
6. Við þéttingu byggðar þarf að tryggja til-
vist opinna og grænna svæða svo að fólk geti
komið þar saman og stundað þá heilsuefl-
ingu sem það vill. Græn svæði geta verið
hjarta samfélaga. Leikvellir barna eru nefndir
sérstaklega sem slík svæði.
7. Við hönnun íþróttamannvirkja verður að
fara eftir byggingarstöðlum hverju sinni og
tryggja öryggi þeirra sem nota aðstöðuna.
8. Við hönnun mannvirkja nú þarf að huga
að sjálfbærni og umhverfisþáttum. Tryggja
þarf að notuð séu vottuð og viðurkennd
byggingarefni og að leitað sé eftir því að
draga úr orkunotkun.
9. Nútímafólk krefst upplýsinga um landsins
gagn og nauðsynjar. Við hönnun íþrótta-
mannvirkja og íþróttaaðstöðu þarf að huga
að þróun í tækni. Fólk er með snjallúr sem
segir til um hjartslátt og árangur þess. En auk
þess er hægt að nýta farsíma notenda til að
kalla fram upplýsingar og deila með öðrum á
sameiginlegum sjónvarpsskjá. Þar fyrir utan
hafa leikjaframleiðendur tekið íþróttir upp á
arma sína. Hlutur íþrótta mun aukast í sýndar-
veruleika (VR). Greinilegustu merki um heilsu-
eflingu með hjálp tækni og leikja eru Pokémon
Go og ýmsir hreyfileikir í Wii-tölvuna.
10. Fólk gerir almennt kröfur um að fá bestu
íþróttaaðstöðu sem kostur er á. Mikilvægt er
að aðstaðan verði góð víðast hvar. Hönn-uðir
íþróttamannvirkja, sveitarstjórnarfólk og aðrir
sem koma að uppbyggingu íþróttasvæða
verða að fylgjast með helstu straumum og
stefnum og uppfylla alþjóðlegar kröfur.
Umfjöllun IAKS um
strauma og stefnur
má nálgast á:
https://www.iaks.
org/sites/default/
files/iaks_2020_
flyer_en_0.pdf
Höfuðstöðvar DGI í Álaborg á Jótlandi eru dæmigerðar fyrir hús sem þjónar mörgum í senn. Í húsinu eru skrifstofur DGI, samkomusalir, veitingasala og æfingasalir á
mörgum hæðum.
Dalskóli í Úlfarsárdal er dæmi um hús sem sameinar marg-
þætta en tengda starfsemi. Þar er samþættur leik- og grunn-
skóli auk frístundaheimilis. Í húsinu verða einnig menningar-
miðstöð, almenningsbókasafn og inni- og útisundlaug ásamt
íþróttahúsi. Áætlað er að framkvæmdum við menningarhús
og innisundlaug verði lokið 2021 og að útisundlaug og heitir
pottar komi árið 2022. Til er ætlast að almenningsrými nýtist
annarri starfsemi og að innkomuleið verði í skólann og
íþróttahúsið.
Íþróttaaðstaðan er fyrir alla
Mikilvægt er að byggja íþróttahús sem eru örugg
og þjóna sem flestum. Þetta er mat Alþjóðasamtaka
um íþrótta- og tómstundamannvirki.