Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2018, Page 22

Skinfaxi - 01.01.2018, Page 22
22 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands L eikfélagið er ein fárra leikdeilda sem eftir eru hjá ungmennafélögum lands- ins. Hún hefur verið til húsa í félags- heimilinu Aratungu frá árinu 1961 og setti lengi vel upp leikrit á hverju ári ef frá er talið níu ára frí. Frá árinu 1992 hefur leikdeildin sett upp leikrit annað hvert ár. Leikdeildin starfar innan ungmennafélags- ins en hefur ætíð verið fjárhagslega sjálfstæð. Ef vel árar styrkir deildin ungmennafélagið en ekki öfugt. Íris segir ekki ljóst hvað margir séu í leikdeildinni. „Við borgum engin gjöld og eigum ekkert félagatal. Við teljum bara fólkið sem vinnur við hverja sýningu. Að þeim koma 10–14 einstaklingar í hvert sinn,“ segir hún og segir fólk í nærsveitunum hafa mikinn áhuga á að vinna með leikfélaginu. „Þegar við erum að koma okkur í gang með að sýna aug- lýsum við það úti um allar trissur. Fólk kemur frá Selfossi og Flúðum og úr Flóanum. Þetta er miserfitt fyrir fólk en sumir keyra 100 kíló- metra á dag í sex vikur ánægjunnar vegna, til að taka þátt í uppsetningum,“ segir Íris og bætir við að ungt fólk hafi áhuga á að koma í leikdeildina enda heilmikil upplifun í leik- listarstarfinu. Grátið í lokapartíum Leikdeildin er með 12–14 leiksýningar á hverju leikriti. Þetta árið sýndu Íris og félagar leikritið Sálir Jónanna ganga aftur eftir Ingi- björgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Unni Guttormsdóttur í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar. Þetta er gaman- draugadrama sem er sótt í leikritið Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson og í þjóðsög- una um sálina hans Jóns míns. Þetta var þrít- ugasta leikrit leikdeildarinnar. Veður setti hins vegar strik í reikninginn. „Þetta var erfiður vetur. Veðrið gerði okk- ur erfitt fyrir nú í vor en samt sýndum við tvisvar í aftakaveðri. Það varð til þess að áhorfendur urðu ekki eins margir og stefnt var að. Svo gerðist það líka að tveir í leik- hópnum slösuðust. Af þessum sökum urðu sýningarnar aðeins 10. En þetta styrkti hóp- inn reyndar enn frekar,“ segir Íris og bætir við að leikhóparnir verði mjög nánir í tengslum við sýningar og að grátið sé af söknuði í lokapartíum áður en hópurinn tvístrast. Leiklistin hjálpar Íris segir leikdeildina gegna mikilvægu hlut- verki í sveitinni. Í erfiðleikunum, sem fylgdu eftirmálum fjármálakreppunnar, hefði verið leitað til stjórnar leikdeildarinnar og þess far- ið á leit að deildin setti upp leikrit til að fá fólk til að gleyma sér og hlæja. „Það voru tóm leiðindi í lífinu. Það er rosaleg vinna á bak við það að setja upp leikrit, þrotlausar æfingar í margar vikur og allar helgar undirlagðar í sjálfboðavinnu í sex vikur. En við gerðum það og sýndum Sex í sveit. Það var erfitt en skemmtilegt,“ segir Íris Blandon. Leitað til leikfélagsins í kreppunni Íris Blandon í hlutverki sínu í leikritinu Sálir Jónanna ganga aftur sem leikdeild Umf. Biskupstungna setti upp á þessu ári. „Það er algjör snilld að vera í leikfélagi, mjög skemmtilegt og svo er það nauðsynlegt í hverju sveitarfélagi að hafa leikfélag. Það lífgar upp á sveitina,“ segir Íris Blandon, formaður leikdeildar Ungmennafélags Biskupstungna. Á árum áður var leikstarfsemi þáttur i starfsemi allra ungmennafélaga landsins. Félagsmenn lögðu oft mikið á sig við erfiðar aðstæður við æfing- ar og undirbúning leiksýninga. Fram kemur í bókinni HSK í 100 ár eftir Jón M. Ívarsson að mörg ungmenna- félög komu sér upp leikritasafni og lánuðu þau hvert öðru úr söfnum sínum. Þetta varð stofninn að Bandalagi íslenskra leik- félaga (BÍL). Jón segir að langoftast hefðu gamanleikir verið settir upp en alvarlegri leikrit verið fáséðari á fjölunum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.