Skinfaxi - 01.01.2018, Qupperneq 29
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 29
Nær ekkert var fjallað um konur í
Skinfaxa á árunum 1961–1970.
Kvenréttindabaráttan endur-
speglaðist ekki á síðum blaðsins.
S érstök áhersla var lögð á það innan ungmennafélagshreyf-
ingarinnar á þessum tíma að menn væru ákveðnir, djarfir
og óhræddir við að hafa eigin sjálfstæðu skoðun og setja
hana fram. Þess vegna er eðlilegt að áhrifamenn innan sam-
félagsins, sem voru áður í ungmennafélögum, hafi mótað
samfélagið út frá sömu hugmyndum og þekktust innan ungmenna-
félaganna. Þetta skrifar Tómas Ingi Shelton í B.A.-ritgerð sinni í sagn-
fræði við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni fjallar hann um karlmennsku-
hugmyndir í Skinfaxa á árunum 1961–1970.
Fram kemur í ritgerðinni að á þessum tíma hafi samfélagsbreyt-
ingarnar, sem urðu á sjöunda áratug síðustu aldar, eins og aukið
vægi kvenréttindabaráttunnar, ekki endurspeglast í Skinfaxa á tíma-
bilinu sem er til umfjöllunar.
Í ritgerðinni segir að ekkert hafi verið talað um rétt kvenna og
engin aukning orðið á fjölda kvenna í blaðinu eftir því sem leið á sjö-
unda áratuginn. Konur voru kynntar í Skinfaxa sem hópur en ekki
sem einstaklingar. Einungis karlmenn fengu umfjöllun af því tagi.
Skinfaxi var á árunum 1961–1970 mjög karlmannamiðað
tímarit. Það fjallaði nær eingöngu um karlmenn og í því birtust
aðeins greinar eftir karla. Engin grein eftir konu er sjáanleg þar
á þessum árum að því er fram kemur í ritgerð Tómasar. Þær karl-
mennskuhugmyndir sem upp úr stóðu voru hugmyndir um mikil-
vægi þess að ala unga karlmenn upp og gera þá að fullgildum ein -
staklingum sem tilbúnir væru til að taka virkan þátt í samfélaginu.
Karlmenn einráðir í Skinfaxa
Hægt er að nálgast ritgerðina alla í Skemm-
unni, www.skemman.is og skrifa heiti ritgerðar-
innar í leitarglugga. Ritgerðin heitir Karlmennsku-
hugmyndir í tímaritinu Skinfaxa 1961–1970.
Mikilvægustu einkenni karla, sem
nefnd voru í Skinfaxa á árunum
1961–1970, voru sjálfstæði, styrkur
(bæði líkamlegur og andlegur),
dirfska, dugnaður og sjálfsstjórn.
Ekki er hægt að segja að karlmennskuhug-
myndir í Skinfaxa séu nýjar eða brautryðjandi
á nokkurn hátt. Blaðið þótti einkennilega karl-
mannamiðað. Karlmaðurinn var í fyrirrúmi og
nær allt efni blaðsins fjallaði um hann á einn
eða annan hátt. Þrátt fyrir að oft væri verið
að tala til allrar æsku landsins, þar á meðal
stúlkna, var alltaf karlmannabragur á öllu
efni og greinilegt að karlmennskan var æðri
og meira áberandi en kvenleikinn.
Vissir þú …
... að sambandsaðilar UMFÍ eru 29 talsins. Formenn skiptast í 20 karla og 9 konur ...
... að 12 sambandsaðilar eru með framkvæmdastjóra. Þeir skiptast í 6 karla og 11 konur ...