Skinfaxi - 01.01.2018, Qupperneq 33
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 33
„Mér finnst mikilvægt að koma máli um lýð-
háskóla UMFÍ á Laugarvatni að á Alþingi.
Við náum vonandi að mæla fyrir málinu fyrir
þinglok og munum svo leggja það fram
aftur í upphafi þings í haust þar sem óvíst
er að það nái lengra á yfirstandandi þingi,“
segir alþingismaðurinn Willum Þór Þórsson.
Willum Þór og fjórir aðrir þingmenn
Framsóknarflokksins leggja til að Alþingi feli
Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningar-
málaráðherra, að skipa starfshóp sem skipu-
leggi stofnun lýðháskóla UMFÍ á Laugar-
vatni. Gert er ráð fyrir því að í starfshópnum
sitji a.m.k. einn fulltrúi frá UMFÍ og einn frá
Bláskógabyggð. Í greinargerð með tillög-
unni er tekið fram að engin lög eru til um
lýðháskóla hér á landi. UMFÍ hafi reglulega
viðrað áhuga á að stofna lýðháskóla en ætíð
vilja gera það þegar lagaumgjörðin væri til
staðar. Á því hefur málið strandað. Þá kemur
fram í tillögunni að unnið sé að frumvarpi til
laga um lýðháskóla í mennta- og menning-
armálaráðuneytinu um þessar mundir. Sam-
kvæmt tillögunni á starfshópurinn að skila
niðurstöðum sínum fyrir árslok 2018.
Willum segir tillöguna gera ráð fyrir því
að starfshópur um stofnun lýðháskóla UMFÍ
geti unnið samhliða því sem vinna við frum-
varpið fer fram í ráðuneytinu.
Samkvæmt tillögunni mun starfshópur-
inn um stofnun lýðháskóla taka mið af yfir-
standandi vinnu við lagafrumvarp um lýð-
háskóla, nýtingu mannvirkja og skólans á
Laugarvatni, rannsóknum Námsmatsstofn-
unar og fleiri aðila á brotthvarfi nemenda
úr framhaldsskólum og reynslu af stofnun
og rekstri annarra lýðháskóla hér á landi,
einkum á Flateyri og Seyðisfirði.
Hvað er
lýðháskóli?
Þegar ákveðið var að flytja íþrótta-
kennaranám Háskóla Íslands frá
Laugarvatni til Reykjavíkur hóf
UMFÍ að skoða stofnun lýðháskóla
á Laugarvatni með aðkomu yfir-
valda menntamála og Bláskóga-
byggðar. Tækifærin fólust í því að
nýta húsnæðið á Laugarvatni fyrir
lýðháskóla.
Lýðháskólar finnast víða á Norður-
löndunum og eru einskonar lífs-
leikniskólar þar sem nemendur
geta valið sér skóla út frá sínu
áhugasviði. Margir fara í lýð-
háskóla til þess að taka sér hlé
á milli menntaskóla og háskóla-
náms og vilja nýta þann tíma í
eitthvað spennandi, uppbyggj-
andi og skemmtilegt.
Þingmenn ýta lýðháskólum úr vör
Willum Þór Þórsson.
Nýtt fólk
í brúnni
Nokkrar mannabreytingar hafa verið hjá sambandsaðilum
UMFÍ síðustu misserin. Ásdís Sigurðardóttir tók við starfi
framkvæmdastjóra UMSE í nóvember á síðasta ári af
Þorsteini Marinóssyni en hann fluttist til Húsavíkur og tók þar
við stöðu framkvæmdastjóra Völsungs. Þá tók Gunnhildur
Hinriksdóttir við starfi framkvæmdastjóra HSÞ af Evu Sól
Pétursdóttur um áramótin.
Í byrjun ársins urðu mannaskipti hjá Borgfirðingum en í
janúar tók Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi starfsmaður
UMFÍ, við sem framkvæmdastjóri þegar Pálmi Blængsson lét af
störfum.
Æði margar mannabreytingar voru líka í mars. Í þeim mán-
uði tók Jónas Egilsson við af Anitu Karin Guttesen sem formað-
ur HSÞ. Til viðbótar við þetta tók Ingibjörg Klara Helgadóttir við
sem formaður UMSS og Sigurður Eiríksson tók við formanns-
stólnum af Bjarnveigu Ingvadóttur hjá UMSE. Gunnar Gunnars-
son tók líka við starfi Esterar S. Sigurðardóttur sem framkvæm-
dastjóri UÍA.
Framkvæmdastjóraskipti urðu líka hjá UDN í Dalabyggð en
þar tók Dalamaðurinn Jón Egill Jónsson við starfinu af Svönu
Hrönn Jóhannsdóttur.
„Þetta leggst afar vel í mig enda er starfið fjölbreytt,“ segir
Jón Egill.
Ásdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri UMSE, ásamt
Sigurði Eiríkssyni, formanni UMSE.
Gunnhildur Hinriksdóttir, fram-
kvæmdastjóri HSÞ.
Sigurður Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri UMSB.
Jón Egill Jónsson, framkv.stjóri UDN. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UÍA.
Jónas Egilsson, nýr formaður HSÞ, ásamt Anitu Guttesen,
fráfarandi formanni.