Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2018, Page 38

Skinfaxi - 01.01.2018, Page 38
38 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði var hald- in á Hotel Borealis á Efri-Brú í Grímsnesi dagana 21.–23. mars sl. Þessi ráðstefna er ætluð ungu fólki á aldrinum 16–25 ára. Yngra fólk hefur þó látið til sín taka eins og á ráðstefnunni þetta árið. Yfirskrift ráðstefn- unnar nú var Okkar skoðun skiptir máli! Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009. Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) stendur að ráðstefnunni og skipuleggur hana, allt frá fundum til kvöld- skemmtana. Ráðstefnugestir voru nú sem ætíð áður til fyrirmyndar. Skemmtanir voru áfengislausar, tóbak var ekki notað, hvorki reyk- né munntóbak og enginn notaði rafrettur. Ráðstefnan var sett með formlegum hætti fimmtudaginn 22. mars með erindum Kol- brúnar Láru Kjartansdóttur, formanns ung- mennaráðs UMFÍ, og Auðar Ingu Þorsteins- dóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ. Á eftir þeim flutti Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra erindi og rifjaði hann m.a. upp æsku sína. Að því loknu tóku við vinnu- stofur fyrir ráðstefnugesti. Á síðasta degi ráð- stefnunnar var pallborð með gestum. Í pall- borði voru Salvör Nordal, umboðsmaður barna, þingmaðurinn Vilhjálmur Árnason, Arna Ýr Gunnarsdóttir, sem á sæti í sveitar- stjórn Árborgar, Gunnar Þorgeirsson, sveit- arstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi, og Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2018 Sveinn Birgisson úr ungmennaráði UMFÍ og ungmennaráði HSK. Á ráðstefnunni ræddu gestir ýmis mál sem brenna á ungu fólki í dag og leituðu lausna sem gagnist bæði núna og til framtíðar. Í lok ráðstefnunnar sendu ráðstefnugestir frá sér ályktun í nokkrum liðum. Þar kemur fram að auka þurfi forvarnir í geðheilbrigðismálum og fræðslu um geðræn vandamál. Á meðal forvarna í grunn- og framhaldsskólum má nefna námskeið í jákvæðri sálfræði, núvitund í skólum og hugleiðslu sem getur styrkt sjálfsmynd nemenda. Að sama skapi þarf að bæta aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu í skólum landsins.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.