Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2018, Síða 43

Skinfaxi - 01.01.2018, Síða 43
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 43 HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Erla Bjarnadóttir er formaður blakdeildar Völsungs á Húsavík. Blakstarfið þar hefur um árabil verið öflugt, sérstaklega öldungablak- ið og síðar kvennablakið. Á árum áður kepptu Völsungar reglulega í 1. deild kvenna á Íslandsmótinu í blaki og varð kvennaliðið Íslandsmeistarar árin 1978 og 1979 en síðan ekki fyrr en árið 1984. Á síðustu árum hefur þátttakan verið mjög góð á öldungamótum Blaksambands Íslands. „Við höfum lengi átt karla- og kvennalið í öldungakeppnum og nú spila um 50 manns í öldungablaki,“ segir Erla formaður blak- deildarinnar. Hún rifjar upp að á árum áður hafi liðin aðallega spil- að á Dalvík, Akureyri og Siglufirði en síðan á stórmótum öldunga og gengið vel. Hún segir starf blakdeildarinnar hafa staðið nokkuð í stað og ein- skorðast við öldungadeildina. Fyrir átta árum hófst krakkablak og var erlendur blakþjálfari ráðinn til starfa fyrir tveimur árum. Upp úr því var stofnaður meistaraflokkur og var það ferskur andblær fyrir barnastarfið í blakdeildinni. Stofnun og efling meistaraflokks hafði ruðningsáhrif því í kjölfarið varð mikil nýliðun í öldungablakinu. Yfirþjálfari meistaraflokksliða Völsungs í blaki er Sladjana Smiljanic, sem valin var blakmaður HSÞ árið 2017. Hún var lykil- maðurinn í því að fá hingað serbnesku blakhetjuna Vladimir Grbic sem hélt bæði námskeið og blakbúðir á Húsavík síðustu helgina í mars undir yfirskriftinni Frá grunni til gulls. „Hún kom þessu á koppinn og gerði blakbúðirnar að veruleika,“ segir Erla. Blakhetja kemur í bæinn Vladimir Grbic er landi og raunar sveitungi Smiljanic en þau koma frá sama bænum í Serbíu og var hún mikilvægur tengiliður fyrir komu hans hingað til lands. Grbic er Ólympíumeistari í blaki og sendiherra Special Olympics í sameinuðu blakliði fatlaðra og ófatl- aðra (e. unified volleyball). Hann er í frægðarhöll blaksins og eng- inn smámaður á ferð því honum hefur verið lýst sem Pelé blak- heimsins. Grbic er málsvari þess að fatlaðir og ófatlaðir spili saman í blak- liði og var í tengslum við heimsókn hans sett saman blaklið fatl- aðra og ófatlaðra undir merkjum Völsungs. Liðið samanstendur af þremur fötluðum einstaklingum og þremur ófötluðum. Grbic átti góðan leik á Húsavík í mars. Hann byrjaði helgina með fræðilegum fyrirlestri fyrir þjálfara, íþróttakennara og áhugasama um flestar hliðar íþrótta. Eftir það hófust blakbúðir fyrir iðkendur 10–18 ára undir handleiðslu hans með verklegum æfingum sem skipulagðar voru út frá fjölda barna og ungmenna í blakbúðunum. Erla segir mætinguna hafa verið mjög góða. En fjarlægðin hafi hugsanlega haft sitt að segja um fjölda þeirra sem þátt tóku í blak - búðum Vladimirs Grbic. „Ef verkefnið hefði verið á höfuðborgar- svæðinu hefðu líklega fleiri komið. Við erum langt í burtu og sumum þykir lengra að koma til okkar en okkur að fara til þeirra,“ segir hún. Allt að gerast „Blak er mjög vinsælt um þessar mundir. Það hjálpar okkur að fá umfjöllun í fjölmiðlum,“ segir Erla og bætir við að SportTV sé að gera góða hluti fyrir útbreiðslu blakíþróttarinnar. Útsendingar stöðvarinnar nást bæði í Sjón- varpi Símans og Vodafone. Góð umfjöllun segir Erla að hafi skilað sér í því að öldunga- mótin stækka með hverju árinu. „Í raun eru þau orðin það stór að smærri bæjarfélögum fækkar sem ráða við að halda öldungamót í blaki því marga velli þarf fyrir undir mótin. Slíkur er fjöldi keppenda og liða,“ segir Erla Bjarnadóttir. Blakið á fleygiferð á Húsavík Íþróttafélagið Völsungur – Húsavík Pelé blakheimsins var með vinnubúðir þar í mars. Erla Bjarnadóttir hefur spilað blak í fimmtán ár. Hún hefur verið í stjórn blakdeildar Völsungs í fimm ár, þar af sem formaður í tæpt ár. Erla Bjarnadóttir, formaður blakdeildar Völsungs. Deildin í hnotskurn • Iðkendur í krakkablaki: 40 • Iðkendur í öldungablaki: 50 • Þetta er í boði hjá Völsungi: Blak, boccia, fimleikar, handbolti, knattspyrna, skíðaganga, sund og taekwondo Meistaraflokkur Völsungs í blaki kvenna. Frá blaknámskeiði sem blakdeild Völsungs hélt.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.