Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI Á sambandsþingi UMFÍ í október sl. var samþykkt að fela stjórn UMFÍ að gera úttekt á umhverfisáhrifum af starfsemi og viðburðum UMFÍ og möguleikum til að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra. Björn B. Jónsson, fyrrverandi for- maður UMFÍ, telur ung- mennafélagshreyfinguna geta lagt margt til í kol- efnisjöfnun og umhverfis- málum. „Það er ánægjulegt hversu mikið hefur verið rætt um umhverfismál, einmitt á þessu ári. Ekki aðeins almenningur á Íslandi, heldur einnig ríkisstjórnin og pólitíkusar ásamt forsvarsmönnum sveitarfélaga. Allir eru að tala um umhverfismál og reyna að ná tökum á þessu stóra vandamáli sem allir viðurkenna að sé til staðar,“ segir Björn. Hann þekkir vel til málsins enda hefur hann starfað í áratugi að skógrækt- armálum. Björn var meðal annars skógræktarráðunautur og fram- kvæmdastjóri Suðurlandsskóga, framkvæmdastjóri Landssambands skógareigenda og starfar nú sem verkefnastjóri hjá Skógræktinni. Björn segir það flækjast fyrir í umræðunni hvað kolefnisbinding sé í raun og veru og út á hvað hún gangi. „Fólk á ekkert að mikla fyrir sér að laga kolefnissporið, til dæmis með kolefnisbindingu. Ákveðnar staðreyndir liggja fyrir í þessu sam- bandi, eins og á við um þá sem fljúga. Ef við tökum dæmi um ferð- ina frá Reykjavík til Egilsstaða og til baka þarf ekki að planta nema einu tré til þess að kolefnisbinda þá ferð. Ef keyrð er sama leið þarf að planta tveimur trjám, miðað við að bíllinn eyði 5 lítrum á hundr- aði,“ segir Björn. Hver sem er, þar með talin ungmennafélög, geta reiknað út hjá sér hvað þurfi að binda mikið af kolefni. Ef til dæmis stjórn félags og þjálfarar keyra 5.000 km á ári á stjórnarfundi og æfingar eru það sex tré á ári, að sögn hans. „Þetta er ekki dýrt. Þó þarf að taka það skýrt fram að þessi gróðursetning er eingöngu fyrir viðkomandi ár. Það þarf að planta aftur á næsta ári ef keyrðir eru 5.000 km eða hvernig sem það er. Eins er með flugið. Gróðursetning plöntu er fyrir hverja ferð,“ segir Björn. Skógarreitir ungmennafélaga binda kolefni Björn segir ungmennafélagshreyfinguna að mörgu leyti vel í sveit setta hvað umhverfismálin varðar, því að félagsmenn hafa verið iðnir við trjáplöntun í skógarreiti í meira en öld. Skógarreitir ungmenna- félaga eru nú rúmlega eitt hundrað talsins um allt land og allir binda þeir kolefni. Björn nefnir Þrastaskóg í Grímsnesi sem dæmi. Þar séu hátt í 40 hektarar af skógi sem bindi mjög mikið. „Ég held að skógurinn sé að binda talsvert meira en sem nemur kolefnislosun stjórnar UMFÍ út í loftið. Svona gróður á Íslandi bind- ur nú 5–10 tonn af CO² á hektara á ári. Þannig að fólk getur leikið sér að tölum. Það eru víða skógar hringinn í kringum landið sem ungmennafélagar hafa gróðursett og eiga og þeir binda kolefni.“ Björn bendir einnig á að ekki megi heldur gleyma því að mörg félög gróðursetja tré enn í dag. Sum fái meira að segja borgað fyrir verkið því að það sé liður í fjáröflun félaganna. Hann segir þetta líka lið í því að binda kolefni. „Mér sýnist frekar vera aukning á þessu heldur en minnkun. Alla vega hér á HSK-svæðinu er þó nokkuð um að félög séu í gróður- setningu. Það má heldur ekki gleyma því að margt í kringum þetta er líka jákvætt. Bara til dæmis þetta félagslega, að fá foreldra, þjálf- Eitt tré fyrir hverja flugferð Ef t.d. stjórn og þjálfarar félags keyra 5.000 km á stjórnarfundi og æfingar á ári myndu sex tré kolefnisjafna ferðirnar. Björn B. Jónsson, skógarverk- fræðingur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.