Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI Haustið 2018 gáfu UMFÍ og ÍSÍ út bæklinginn Vertu með. Mark- miðið með útgáfunni var að ná betur en áður til foreldra barna og ungmenna af erlendum uppruna og auka þátttöku þeirra í skipulögðu íþróttastarfi. UMFÍ vinnur nú að leiðbeinandi upp- lýsingum fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða félaga um það sem hafa þurfi í huga þegar tekið er á móti barni eða ungmenni af erlendum uppruna á æfingu. „Við í íþróttahreyfingunni þurfum að koma upplýsingum um kosti þess að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi betur á fram- færi til foreldra barna og ungmenna af erlendum uppruna. Núna eru íslenskir foreldrar langflestir vel upplýstir um þá frábæru kosti sem fylgja því fyrir börn og ungmenni að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. En foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna eru margir hverjir kannski á sama stað og þeir íslensku voru í kringum 1980,“ segir Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi UMFÍ og tengiliður hreyfingarinnar við verkefnið. Rannsóknamiðstöðin Rannsóknir og greining (R&G) leggur reglu- lega spurningalista fyrir alla nemendur í grunnskólum landsins. Árið 2016 fengu UMFÍ og ÍSÍ miðstöðina til þess að bæta við spurningu um þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþróttastarfi út frá hvaða tungumál er talað á heimili viðkomandi. Könnunin var lögð fyrir í febrúar 2016 og náði hún til allra nemenda í 8.–10. bekk á landinu, alls um 10.500 nemenda. Meðal þess sem kom í ljós var að börn og ungmenni, sem koma frá heimilum þar sem eingöngu er töluð íslenska, eru tvöfalt líklegri til þess að æfa íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar heldur en börn og ungmenni sem koma frá heimilum þar sem annað tungumál er talað. Samkvæmt könnuninni stunda 56% barna og ungmenna, sem koma frá heimilum þar sem engin íslenska er töluð, heldur einungis önnur tungumál, engar skipulagðar íþróttir. Á móti stunda 36% barna og ungmenna, sem koma frá heimilum þar sem eingöngu er töluð Viðbrögð íþrótta- hreyfingarinnar Í bæklingunum Vertu með eru hag- nýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga, upp- lýsingar um æfingagjöld íþrótta- félaga, frístundastyrki, mikilvægi þátttöku foreldra í æfingum og keppnum barnanna, og kosti þess að hreyfa sig í skipulögðu starfi. Þar er jafnframt að finna stuttar tilvitn- anir í íþróttafólk af erlendum uppruna um það sem þátttaka í íþróttum hefur gert fyrir þau. Efnið er aðgengilegt á sex tungumálum, þ.e. íslensku, ensku, pólsku, tælensku, litháísku og filippseysku. Bæklingarnir eru aðgengilegir á heimasíðu UMFÍ undir flipanum Verkfærakista. (https://www.umfi.is/verkfaerakista/komdu-og-vertu-med/) Styrkir til félaga UMFÍ og ÍSÍ veittu haustið 2018 fimm íþróttahéruðum/félögum styrk til þess að fara af stað með vinnu sem miði að því að fjölga iðkend- um af erlendum uppruna í heimabyggð. Nálganir félaganna voru ólíkar og skiluðu mismiklum árangri. Rauði þráðurinn í því, eða það sem félögin voru sammála um að virki best, er að koma á persónu- legu sambandi fulltrúa íþróttafélags eða ungmennafélags við for- eldra barna og ungmenna af erlendum uppruna. Í því felst að full- trúar félags, starfsfólk og/eða foreldrar annarra barna tala við við- komandi og útskýra fyrir honum eða henni hvernig starf félagsins/ deildarinnar fer fram. Hægt er að kynna sér hvaða leiðir og verkefni sem þessi fimm félög, HSH, ÍBV, ÍA, Valur og taekwondo-deild Keflavíkur, fóru af stað með á heimasíðu UMFÍ undir flipanum Verkfærakista. Hvernig gengur að ná til barna af erlendum uppruna? íslenska, engar íþróttir. Einnig kom fram að 44% barna og ung- menna, sem koma frá heimilum þar sem aðeins er töluð íslenska, stunda íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar. Aðeins 23% barna og ungmenna, sem koma frá heimilum þar sem töluð eru önnur tungumál en íslenska, stunda íþróttir af sama kappi. Af könnuninni er ljóst að þátttaka barna og ungmenna er mun betri þar sem eingöngu er töluð íslenska á heimilinu og mun slakari þar sem töluð eru önnur tungumál. Ragnheiður telur að skýringar kunni að vera þær að rannsóknir í löndum í Austur-Evrópu sýni að þessu sé öfugt farið þar. Börn og ungmenni í Austur-Evrópu, sem taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi, eru mun líklegri til þess að neyta áfengis og tóbaks heldur en þau börn og ungmenni sem taka ekki þátt í skipulögðu starfi. „Við þurfum að útskýra fyrir foreldrum barna og ungmenna af erlendum uppruna að þetta sé ekki raunin hér á landi,“ segir Ragnheiður. Næstu skref Vinna stendur yfir innan UMFÍ við það að setja saman leiðbein- andi upplýsingar fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða félaga um hvað þurfi að hafa í huga þegar tekið er á móti barni eða ungmenni af erlendum uppruna á æfingu. Þurfa móttökurnar að vera eitthvað öðruvísi? Þarf þjálfari að huga að einhverjum breytingum í fasi eða tjáningu sinni? Hvernig er heppilegast að útskýra menningarmun fyrir hópi barna og ungmenna? Hér eru aðeins nokkur dæmi nefnd sem finna má svör við í upplýsingunum. Stefnt er að því að efnið, stutt myndbönd, verði aðgengilegt á heimasíðu UMFÍ vorið 2020. Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi UMFÍ og tengiliður við verkefnið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.