Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 13
 SKINFAXI 13 hefur nú þegar nýst okkur vel. Íþrótta- og æsku- lýðshreyfingin er á ákveðnum tímamótum breyt- inga og kallað hefur verið eftir framtíðarsýn fyrir íþróttahéruðin. Aðild okkar að íþróttabanda- lögunum er vonandi jákvætt skref í þeirri vinnu. Það er íþróttahreyfingunni líka mikilvægt að rækta forvarnastarf sitt og halda utan um þá sem vilja vera með án þess að verða endilega afreksfólk í íþróttum. Þar tel ég að UMFÍ geti leikið stórt hlutverk í starfsemi okkar.“ Hvernig gagnast félagsmönnum og iðkendum að vera innan UMFÍ? „Tíminn mun leiða í ljós hvernig það mun nýtast félagsmönnum og iðkendum að tilheyra UMFÍ. Við höfum miklar væntingar og það er okkar að tryggja að fulltrúar íþróttafélaganna viti hvað það er sem UMFÍ býður upp á. Unglingalandsmót UMFÍ opnar marga nýja möguleika á að verða stærra og fjölmennara en nokkru sinni áður og það hefur frábært forvarnagildi fyrir börn og unglinga. Fyrr- nefndur Æskulýðsvettvangur getur líka nýst félögum afar vel þegar kemur að sameiginlegum hagsmunamálum barna og unglinga. Þeir verkferlar og viðbragðsáætlanir sem þar er að finna eru mikil- væg verkfæri í dag, sem mörg félög hefur vantað.“ „Það er mjög gott að vera kom- inn inn í UMFÍ enda höfum við lengi talið það heillavænlegt að bandalögin tilheyri UMFÍ-fjöl- skyldunni. Við teljum því inn- gönguna jákvætt skref fyrir íþróttahreyfinguna og við hjá ÍBA hlökkum til náins samstarfs með UMFÍ í framtíðinni,“ segir Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar. Hverjir eru kostirnir fyrir ÍBA ogUMFÍ, að þínu mati? „Kostirnir eru ótvíræðir í huga okkar. ÍBA horfir til framtíðar með þessari inngöngu. Við eigum það sameiginlega markmið að stuðla að betra og faglegra starfi í íþróttamálum á landinu. Nú getum við sameinað krafta okkar og lært hvort af öðru til betri árangurs. Ég er sem dæmi afar hrifinn af Æskulýðsvettvanginum sem UMFÍ er aðili að. Þar hefur verið unnin mikil vinna og efnið, sem þar er að finna, JÁKVÆTT SKREF FYRIR ÍÞRÓTTAHREYFINGUNA Geir Kristinn Aðalsteins- son, formaður ÍBA.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.