Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI Í þrótta- og ungmennafélög standa frammi fyrir ýmiss konar áskorunum til að gera iðkendum sínum kleift að njóta þess að stunda íþróttir. Veiga Grétarsdóttir, formaður Siglingaklúbbsins Sæfara á Ísa- firði, benti á það nýverið að ekkert í jafnréttisáætlunum hér- aðssambanda og íþróttafélaga taki til málefna transfólks. Veiga fór í gegnum kynleiðréttingu fyrir nokkrum árum. Hún segir félögin standa sig yfirleitt vel en er með nokkur ráð fyrir íþróttafélög um það hvernig þau geti látið iðkend- um líða betur. „Transfólk er miklu fjölmennara en fólk heldur og kynleiðréttingar algengari. Hér á Ísafirði búa tvö þúsund manns og ég veit um sex transeinstaklinga en ekki allir hafa farið í gegnum kynleiðréttingar- ferli. Að minnsta kosti tveir hefja ferlið á Íslandi í hverjum mánuði. Fólk áttar sig ekki á því. Þess vegna þurfa íþróttafélög að gera allt sem þau geta til að koma til móts við þarfir iðkenda, alveg sama hverjar þær eru. Við erum öll manneskjur,“ segir Veiga. Veiga hefur verið kraftmikil baráttukona fyrir réttindum transfólks og vakti mikla athygli þegar hún reri á kajak rangsælis í kringum Ísland sumarið 2019. Hún var ekki aðeins fyrsta íslenska konan til að gera það heldur fyrsta transmanneskjan í heiminum til að fara ein í svo langan og erfiðan leiðangur, eftir hennar bestu vitund. Verk- efni sitt kallaði Veiga Á móti straumnum, sem er táknrænt á marga vegu. Ferðina fór hún til að vekja athygli á starfsemi Pieta-samtak- anna og afla fjár fyrir samtökin. Veiga stoppaði á nokkrum stöðum Veiga Grétarsdóttir: Líf mitt sem kona er rétt að byrja Transfólk eru jafningjar Veiga segir gagnrýni á þátttöku transfólks í íþróttum ósanngjarna. Hún hafi, svo að dæmi sé nefnt, tekið þátt í kajakmótum hér á landi, verið ein í kvennaflokki og heyrt út undan sér aðrar konur telja það ósanngjarnt að hafa leyft henni að taka þátt. „Þær telja að ég sé með of mikið testósterón, en ef ég og þær færum í blóð- prufu kæmi í ljós að þær væru með meira magn testósteróns en ég. Stundum er sagt, þegar kemur að transmálum, að fólk tali um að við séum að blekkja aðra. Ég er kannski með stærri vöðva af því að ég fæddist sem karlmaður. En það er engin afsökun. Ef fólk skoðar ólympískar kajakkonur, sér axlirnar á þeim, magavöðvana, handleggina og ber mig saman við þær í sams konar fötum verð ég eins og einhver aumingjakerling í samanburði. Þær myndu rústa mér! Það eina sem ég vil fá að gera er að lifa sem kona og að vera tekin sem kona. Við erum öll manneskjur, sama hver við erum. Það á að leyfa transfólki að taka þátt í íþróttum, alveg sama hvort það er í einstaklingsíþróttum eða í hópíþróttum.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.