Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 35
 SKINFAXI 35 Takk fyrir stuðninginn Netnámskeiðið er góður grunnur „Sjálfboðaliðar eru gjarnan óharðnaðir einstaklingar sem eru að taka fyrstu skrefin í starfi félaga. Þeir þurfa að öðlast þekkingu ein- hvers staðar. Netnámskeiðið er kjörið tækifæri og frábær vettvang- ur til þess,“ segir Sandra Björg Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Íþróttafélaginu Hamri í Hveragerði. Hamar er aðildarfélag Héraðs- sambandsins Skarphéðins (HSK), sambandsaðila UMFÍ. Sandra var á meðal gesta á kynningu á netnámskeiði Æskulýðs- vettvangsins í lok september. Hún segir stjórn HSK og Hamars dug- lega við að fylgjast með upplýsingum tengdum UMFÍ og tengdum aðilum. Þegar borist hafi boð á kynningu Æskulýðsvettvangsins á netnámskeiðinu hafi hún verið látin vita og ákveðið að skella sér þangað. Sandra segir mál alltaf geta komið upp í starfi félaga af þeim toga að þau þurfi að láta í hendur fagaðila. „Við hjá Hamri tökum á öllum málum af festu, stórum jafnt sem smáum. Við og aðrir stjórnendur íþrótta- og ungmennafélaga þurf- um að kunna að bregðast við. Netnámskeiðið er algjörlega málið, Sandra Björg Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Íþróttafélaginu Hamri í Hveragerði. besti vettvangurinn. Auðvitað er alltaf hægt að leita hjálpar hjá barnaverndarfulltrúa bæjarins eða hafa samband við lögreglu ef alvarlegri mál koma upp. En það hefur vantað tól til að leiðbeina fólki og að því leyti er netnámskeiðið aðgengilegasti vettvangurinn,“ segir Sandra Björg.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.