Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI Flóahlaup Samhygðar er með elstu víðavangs- hlaupum sem haldin eru utan höfuðborgarsvæðisins en það hefur verið haldið samfellt frá 1979. Síðast- liðið vor var Flóahlaupið, sem stundum er kallað „Kökuhlaup Markúsar“, haldið í 41. skipti. Hlaupið er haldið í Flóahreppi þar sem hlaupinn er svokall- aður Vorsabæjarhringur sem er um 10 km langur. Markús Ívarsson, bóndi á Vorsabæjar- hóli, hefur verið tengdur hlaupinu frá upphafi og er það enn í dag. En hver er forsaga hlaupsins? Vantaði hlaup utan höfuðborgar- svæðisins „Ég hafði verið nokkra vetur í Reykjavík og var byrj- aður að hlaupa aðeins. Þá hafði Sigfús Jónsson, for- maður víðavangshlaupanefndar FRÍ, samband við mig því að hann langaði að hafa fleiri svokölluð punktahlaup utan höfuð- borgarsvæðisins. Hann fékk mig því til að halda eitthvert hlaup. Fyrstu tvö hlaupin voru óformleg, 4 og 5 km, en í þriðja hlaupinu voru hlaupnir 10 km sem er þessi Vorsabæjarhringur sem er nánast tíu kílómetrar. Þetta var svo lengi vel 10 km. Síðan fóru að koma konur og þá voru líka hlaupnir 5 km. Svo kom einn eldri maður og kallaði eftir að það yrði farið að aldursflokkaskipta F LÓAHLAUPIÐ – KÖKUHLAUP MARKÚSAR þessu. Hann sagði – við getum ekkert farið að keppa við þessa tvítugu unglinga. Þá var farið í flokkaskiptingu sem hefur verið síðan. Fyrst var flokkaskipt í 5 km kvenna en nú er bara flokkaskipt í 10 kílómetrunum frá 39 ára og yngri og síðan upp í tíu ára flokkum. Í 5 km eru opnir flokkar karla og kvenna. Svo eru 3 km fyrir 14 ára og yngri.“ Boðið upp á kaffi og kökur eftir hlaup Fyrsta Flóahlaup Samhygðar fór fram laugardaginn 24. febrúar 1979. Hlaupaleiðin, sem var 4 km, var frá býlinu Lækjar- bakka upp að Félagslundi. Tíu hlauparar tóku þátt og kom Ágúst Þorsteinsson UMSB fyrstur í mark. Eftir hlaupið bauð Markús öllum viðstöddum í kaffi og kökur heim að Vorsabæjarhóli sem var óvænt og vel þegið. Þar með lagði hann grunn að hinu fræga „Kökuhlaupi Markúsar“ sem þessi íþrótta- viðburður hefur oft verið nefndur á meðal lang- hlaupara. „Mér fannst ómögulegt að þeir væru að koma svona langa leið án þess að fá þá í kaffi. Þeir létu til leiðast og síðan hefur það haldist, þ.e. alltaf verið boðið upp á kaffi eftir hlaup,“ segir Markús. Síðar voru veitingarnar fluttar í félagsheimilið Félagslund. Margir hlauparar hafa dásamað veitingarnar sem oft hafa minnt á ágætis fermingarveislu. Hlaupið Vorsabæjarhringinn Í öðru Flóahlaupinu, sem haldið var árið eftir, var hlaupaleiðinni breytt. Hlaupið var frá Félagslundi austur Hamarsveg að Galta- „Mér fannst ómögulegt að þeir væru að koma svona langa leið án þess að fá þá í kaffi“ Við rásmark í 40. Flóahlaupinu 2018 og er Markús Ívarsson fremstur í flokki (nr. 862). Heldur hefur fjölgað í hópnum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.