Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI hvernig eigi að bregðast við erfiðum og flóknum málum og koma í veg fyrir einelti, ofbeldi og áreitni í félagsstarfi. Það gerir börnum og ungmennum auðveldara með að fá úrlausn slíkra mála þegar þau koma upp,“ segir Sema Erla. Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og UMFÍ. Netnámskeiðið og þróun þess var styrkt af félagsmálaráðuneyti, Æskulýðssjóði og Lýðheilsusjóði. Æ skulýðsvettvangurinn, ásamt hópi fagaðila í barnaverndarmál- um, hefur komið á fót netnámskeiði fyrir fólk sem vinnur með börnum og ungmennum í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þeirra á meðal eru starfsfólk og sjálfboðaliðar frá öllum þeim sem að Æskulýðsvett- vanginum koma. Námskeiðið er jafnframt opið fyrir alla aðra sem áhugasamir eru um barnaverndarmál. „Námskeiðið hefur farið frábærlega vel af stað. Gríðarlega fjöl- breyttur hópur fólks hefur tekið það, bæði fólk innan og utan Æsku- lýðsvettvangsins og íþróttahreyfingarinnar. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og fólk er mjög ánægt með þessa nýjung í barna- verndarmálum,“ segir Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra Æsku- lýðsvettvangsins, og áréttar að netnámskeiðið er lifandi verkefni sem er í stöðugri þróun. „Við erum til dæmis að skoða möguleikann á því að þýða nám- skeiðið á fleiri tungumál. Það getur vonandi orðið að veruleika eftir áramót. Ég hvet fólk til að taka námskeiðið. Það kostar ekkert, tekur stuttan tíma og er uppfullt af mikilvægum fróðleik fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi.“ „Þetta er nýjung í málefnum barnaverndar á Íslandi og í takt við breytta tíma. Það er mikilvægt fyrir alla, sem starfa með börnum og ungmennum, að vera meðvitaða um skyldur sínar og ábyrgð. Markmiðið með netnámskeiðinu er að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsfélögum um land allt um það Gott námskeið sem eykur öryggi í íþróttum Námskeið er hægt að taka á vefsíðu Æskulýðsvettvangsins: aev.is Netnámskeið fyrir fólk sem vinnur með börnum og ungmennum í íþrótta- og æskulýðsstarfi: Takk fyrir stuðninginn UMFÍ hefur átt í samskiptum við yf ir völd um að auðvelda þurfi aðgengi aðildarfé lag a að saka skrá og saka vott orðum. Ra f ræn skrán ing saka vott orða geri stjórn end um kleift að ráða starfs fólk og sjálf boðaliða sem hæfi börn um.Samkvæmt upp- lýsingum frá dómsmálaráðherra hefur innleiðingin tafist. Nú sé stefnt að því að taka þjónustuna í notkun í janúar eða febrúar 2020.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.