Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI Æ erfiðara verður fyrir félagasamtök að fá fólk til að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Styrkja þarf starfið, fá yfirsýn yfir það og hjálpa þeim sem vilja stofna félagasamtök og halda þeim virkum. Minni virkni í félagsstarfi getur veikt lýðræðið, að mati Ómars H. Kristmundssonar. Undir lok nóvember síðastliðins var innsiglað samkomu- lag þar sem horft er til þess að veita félagasamtökum stuðning og aukna möguleika á því að starfa að sam- félagslegum umbótum. Undir samkomulagið skrifuðu Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, Jón Atli Benedikts- son, rektor Háskóla Íslands, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Ómar H. Kristmunds- son, prófessor og stjórnarmaður í Almannaheillum, samtökum þriðja geirans, ásamt Steinunni Hrafnsdóttur prófessor munu taka þátt í samstarfinu fyrir hönd Háskólans. Ómar segir viljayfirlýsinguna opna dyr því að margt sé ógert þegar komi að félagasamtökum. „Óljóst er hvert umfang þriðja geirans er á Íslandi. Þótt yfir 15.000 sjálfseignarstofnanir og félagasamtök séu skráð hjá Fyrirtækjaskrá er eingöngu lítill hluti þeirra með virka starfsemi. Við Steinunn Hrafns- dóttir rannsökuðum þetta umfang árið 2008, meðal svokallaðra vel- ferðarfélaga. Samkomulaginu fylgir því stuðningur til að halda áfram með verkið og skoða fleiri tegundir félagasamtaka. Þetta verður þá fyrsta skrefið til að varpa frekara ljósi á heildarumfang hans, hversu mikið félög til almannaheilla og sjálfboðaliðar leggja til samfélags- ins,“ segir Ómar og leggur áherslu á að hann undrist hve lítið sé vitað um þriðja geirann. Ómar segir viljayfirlýsinguna styðja við þrjú ákveðin verkefni. Það fyrsta er að setja á laggirnar námskeið eða vinnustofur fyrir félaga- samtök sem eru að koma sér fyrir, er nýbúið að stofna, og er þetta ætlað þeim sem vilja bæta við þekkingu sína á þessum málum. „Fólk vill láta gott af sér leiða og sameinast um ákveðin verkefni í félagasamtökum. En grasrótarfélög blómstra seint ef ekki er rétt hlúð að þeim. Við sjáum vinnustofurnar sem tæki fyrir fólk í félagasam- tökum til að taka fyrstu skrefin, kenna þeim að sækja sér fjármagn og fleira í þeim dúr,“ segir hann. Í öðru lagi er ætlunin að búa til upplýsingavefsíðu með hagnýtum upplýsingum um það hvernig eigi að stofna félagasamtök, hvaða leiðir sé unnt að fara, og fjármagna þau. „Þetta getur verið vett- vangur fyrir félög til að miðla upplýsingum innan sinna raða og styrkt félagasamtök frekar,“ segir Ómar. „Fólk vill láta gott af sér leiða“ Í þriðja lagi er í bígerð að endurnýja bókina sem þau Ómar og Steinunn skrifuðu um stjórnun og rekstur félagasamtaka og kom út árið 2008. Bókin er lesin víða. Ómar bendir á að ein helsta áskorun félagasamtaka sé að höfða til fólks og fá það til starfa. „Þetta er reyndar áhugaverð þversögn. Fólk vill láta gott af sér leiða og taka þátt í sjálfboðaliðastarfi en ekki láta binda sig við starfsemi ákveðins félags. Það vill frekar taka þátt í ákveðnu verkefni eða átaki en að setjast í stjórnir félagasam- taka. Um leið eru félögin mikilvægur vettvangur fyrir þátttöku borg- anna í lýðræðislegu þjóðfélagi. Hættan er sú að ef fólk vantar hvata til að taka þátt í félagsstarfi og dregur sig æ meir inn í samfélags- miðla veiki það lýðræðið, að mínu mati.“ Ómar H. Kristmundsson, stjórnarmaður í Almannaheillum. Sími: 587 3757 Takk fyrir stuðninginn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.