Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 27
 SKINFAXI 27 stöðum og þaðan til baka aftur að Félagslundi, um 5 km leið. Tólf hlauparar tóku þátt og bar Ágúst Þorsteinsson aftur sigur úr býtum. Í þriðja Flóahlaupinu var í fyrsta sinn hlaupinn Vorsabæjarhringur- inn, þ.e. hringleiðin sem afmarkast af Gaulverjabæjar-, Vorsabæjar- og Hamarsvegi, samtals 10 km. Rásmark og endamark hlaupsins var á bæjarhlaði Stefáns Jasonarsonar, bónda í Vorsabæ. Eftir hlaupið bauð Stefán í kaffi og kökur og gaf jafnframt Stefánsbikar- inn sem Ágúst Ásgeirsson ÍR vann. Keppt var um bikarinn í tíu ár. Árið 1992 kom nýr bikar til sögunnar eða Markúsarbikarinn sem keppt var um í tíu ár. Síðan tók Lögmannabikarinn við 2001 en hann gáfu Lögmenn á Suðurlandi. Sama ár var Þórshamarinn, sem Frískir Flóamenn gáfu, veittur fyrstu konunni í 10 km hlaupi en það var Helga Björnsdóttir ÍR. Fyrsta konan tók þátt í 8. hlaupinu Fyrsta konan, sem tók þátt í Flóahlaupinu, var Steinunn Jónsdóttir, Ármanni. Hún hljóp 10 km hring eins og karlarnir í 8. Flóahlaupinu sem fram fór 15. febrúar 1986. Margrét Brynjólfsdóttir úr Borgar- firði tók síðan þátt í 10. hlaupinu. Þegar 11. Flóahlaupið fór fram 29. apríl 1989 hafði konum fjölgað nokkuð og var þeim úthlutað sérstakri vegalengd eða 5 km. Fyrsta konan, sem sigraði í 5 km hlaupi, var Martha Ernstsdóttir, ÍR. Þau tíðindi urðu í 15. Flóahlaupinu að Stefán Jasonarson, bóndi í Vorsabæ, brá undir sig betri fætinum og tók þátt í hlaupinu í fyrsta sinn, 78 ára gamall. Einnig var Samhygðarbikarinn veittur í fyrsta sinn fyrstu konunni í 5 km hlaupi en hann hlaut Gerður Rún Guðlaugs- dóttir ÍR. Þess má einnig geta að Stefán var líka með í 20. Flóahlaup- inu 1998, þá 83 ára gamall. Flestir þátttakendur 2009 Fyrstu ellefu árin, sem hlaupið fór fram, voru þátttakendur í hverju hlaupi að meðaltali tæplega 12 talsins. Árið 1992 fjölgaði hlaupur- um úr 9 í 26. Munaði þar mestu um keppendur sem komu frá Náms- flokkum Reykjavíkur. Sökum fjölmennis var kaffiboðið haldið í Félags- lundi en þar hófst og endaði hlaupið. Næstu þrettán árin eða til 2004 fjölgaði hlaupurum jafnt og þétt, reyndar með smátröppu- gangi, og voru þeir 104 það ár. Árið eftir fækkaði nokkuð en frá 2005 til 2014 var meðalfjöldi þátttakenda 93 á ári. Flestir tóku þátt 2009 en þá hlupu 118. Nokkur fækkun varð árin 2015 og 2017 en síðan hefur þátttakendum fjölgað. Í fyrra tóku 94 þátt í Flóahlaup- inu og í ár 113. Ekki svo mikill undirbúningur í byrjun Þegar Markús er spurður nánar út í fyrstu hlaupin segir hann að menn hafi verið teknir upp í bíl og keyrðir út á enda og svo var hlaupið til baka. „Síðan var hlaupið frá Félagslundi út 3 km og svo til baka. Þetta voru þessi fyrstu óformlegu hlaup. Í byrjun var undirbúningur ekki svo mikill og oft sömu aðilar sem sáu um hann. Eins voru nokkrar konur sem sáu um kaffiveitingarnar. Seinni árin hefur þetta verið tengt Ungmennafélaginu Samhygð og síðan Umf. Þjótanda, þ.e. eftir að Þjótandi var stofnaður 2016. Ég hef meira séð um verðlaun og styrktaraðila,“ segir Markús. Þeir eru búnir að koma lengi „Þegar fór að líða á hlaupin vildu menn fara að fá úrslit strax. Eins og margir vita er Friðrik Þór Óskarsson tölvusérfræðingur og hefur m.a. hannað sitt eigið hlaupaforrit til að skrá inn úrslit. Af því að ég þekkti hann vel fór ég að fá hann til að koma og sjá um þetta. Ásamt honum hefur Ágúst Þorsteinsson, sem var lengi að fara og hjálpa til við hlaup, séð um tímann á 10 kílómetrunum. Þeir koma því oft saman hér og hafa gaman af. Þeir eru báðir búnir að koma lengi, lengi,“ segir Markús. Um 1.100 einstaklingar hafa tekið þátt Samkvæmt samantekt Friðriks Þórs hafa tæplega 1.100 einstakling- ar tekið þátt í Flóahlaupinu frá upphafi. Oftast hefur Ingvar Garðars- son tekið þátt eða 39 sinnum alls. Markús Ívarsson hefur 30 sinnum tekið þátt, Magnús Jóhannsson 22 sinnum og þeir Pétur Ingi Frantz- son og Jóhann Ingibergsson 21 sinni hvor. Síðan kemur röð af hlaupurum en alls hafa 27 einstaklingar tekið 10 sinnum eða oftar þátt í Flóahlaupinu. Þeir hlauparar sem hafa tekið þátt í 10 km hlaupinu tíu sinnum eða oftar fá afhentan sérstakan skjöld sem Guðni Sigurvinsson gaf. Núna eru 21 búnir að fara það. Einnig hafa menn fengið viðurkenningu þegar þeir hafa farið samtals 25 sinnum í öll hlaup. Þegar rætt er um Flóahlaupið við Markús Ívarsson má oft sjá blik í auga enda er hann mikill áhugamaður um langhlaup og frjálsar íþróttir almennt. Hann hefur komið að hlaupunum frá upphafi af mikilli elju og virðist hvergi nærri hættur. Með honum í undirbún- ingnum hafa verið fjölskyldumeðlimir, vinir og sveitungar sem saman hafa séð til þess að þetta skemmtilega sveitahlaup er enn við lýði. Flestir af þekktustu hlaupurum Íslands hafa tekið þátt í hlaupinu í gegnum tíðina og ljóst að margir merkja við „Kökuhlaup Markúsar“ á almanakinu ár hvert. Fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt verður næsta Flóahlaup haldið laugardaginn 4. apríl 2020. Byggt að hluta til á samantekt Jóns M. Ívarssonar á 25 ára afmæli hlaupsins. Gestir ganga að veglegu veisluborði í Flóahlaupinu 2019 sem var 41. hlaupið. Flóahlaupið 1989. Hlauparar við rásmark á Vorsabæjarhlaði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.