Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI Ert þú á leið í lýðháskóla? Búið er að opna fyrir umsóknir fyrir vorönn 2020. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2020. Nánari upplýsingar og umsóknar- eyðublað er að finna á heima- síðu UMFÍ undir flipanum sjóðir – styrkir. Styrkir til ungmenna UMFÍ hefur undanfarin ár styrkt ungt fólk sem hyggur á nám við lýðháskóla í Danmörku. Markmið með styrkveitingunni er að gefa ungu fólki tækifæri til þess að víkka sjóndeildarhring sinn. Það fái tækifæri til að kynnast nýju tungumáli og menningu og til að auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óform- legt nám og styrkja leiðtogahæfileika sína. Skólaárið 2018–2019 veitti UMFÍ rúmum tveimur milljónum króna í styrki til um 50 ungmenna vegna náms í lýðháskólum í Danmörku. Besta ákvörðun ævi minnar! Jóhanna Sóldís Hyström er 19 ára, frá Ártúnum í Rangárþingi ytra. Hún hóf nám í íþróttalýðháskólanum á Norður- Jótlandi (Nordjyllands Idrætshøjskole) Einstök upplifun í lýðháskóla Gunnar Ingi Gunnarsson er 19 ára Grundfirðingur sem stóð á krossgötum eft- ir útskrift úr menntaskóla. Hann var ekki viss um hvað hann langaði til að læra, hvað hann vildi gera við líf sitt. Vinkona hans mælti með lýðháskóla við hann og honum fannst það góð hugmynd. Úr varð að Gunnar hóf nám núna í haust í íþrótta- lýðháskólanum í Aarhus í Danmörku. Hann lýsir skólanum sem frábærri upplifun og lærdómi. „Hér eru bæði krakkar og kennarar mjög opnir og skemmtilegir. Þetta er upp- lifun sem maður sér aldrei á Íslandi og þegar ég flyt heim ætla ég að hvetja alla til þess að prófa lýðháskóla í Danmörku. Mér finnst hálfasnalegt að kalla þetta skóla því að þetta er svo skemmtilegt. Skólastjór- inn sagði eitt sem ég mun aldrei gleyma. Hann sagði: „I don‘t remember what I learned here, but I will never forget it!“ Mánuðirnir fimm hér í skólanum eru lík- lega þeir bestu í lífi mínu fram til þessa. Ég kem heim sem nýr og skemmtilegri maður og ég veit að allir sem hafa próf- að lýðháskóla tengja við það.“ nú í haust. Jóhanna segir það einstaka upplifun að fara í lýðháskóla. „Í skólanum kynnist þú fullt af nýju fólki, æfir þig í dönsku og færð að upplifa margt nýtt. Þessi lífsreynsla er ein sú besta sem ég hef fengið, að fara frá öllu sem ég þekkti og stökkva af stað án þess að vita hvað myndi bíða mín. Það að fara í lýð- háskóla er ein af bestu ákvörðunum mín- um. Ég er eiginlega ný manneskja. Hér er ég búin að kynnast fullt af fólki sem hefur ýtt á mig sem einstakling og hjálpað mér til að þroskast. Að kynnast ólíku fólki með mismunandi skoðanir hefur hjálpað mér til að byggja mig upp og þróað skoðanir mínar á því hvernig ég vil að aðrir taki eftir mér. Það að vera í lýðháskóla snýst um að skemmta sér, njóta samveru annar- ra og jafnframt lífsins. Aðalatriðið er samt sem áður að hafa það hyggeligt.“ Lýðháskólar í Danmörku:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.