Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 17
 SKINFAXI 17 Fjöldi gesta steig í pontu við setningu sambandsþings UMFÍ. Einn þeirra var Ásmundur Einar Daðason, félags- og barna- málaráðherra, en hann hélt þrusuræðu um UMFÍ og hrósaði verkefnum hreyfingarinnar, sérstaklega Unglingalandsmóti UMFÍ, verkefninu Vertu með og ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem ungmennaráð UMFÍ skipuleggur. Ásmundur þekkir ágætlega til starfs ungmennafélaga en hann hefur unnið fyrir UDN og síðustu ár fyrir UMSB, ætíð í sjálfboðavinnu. Hann var jafnframt gestur á síðasta Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Höfn í Hornafirði. Þar tók hann virkan þátt með tveimur dætra sinna og var liðsstjóri körfuboltaliðs. Ásmundur sagði í ræðu sinni á sambandsþinginu stjórnvöld vinna að því, þvert á ráðuneyti og stjórnmálaflokka, að endurskoða alla þjónustu við börn og ungmenni á Íslandi. „Eitt af því sem hefur komið upp í þeirri vinnu er að við þurfum að tengja ungmennafélagshreyf- inguna og íþróttastarfið miklu sterkar inn í þá vinnu,“ sagði hann og lagði ríka áherslu á mikilvægi skipulagðs íþrótta- og æskulýðsstarfs. Að mati hans á starf ungmenna- og íþróttafélaga að vera hluti af uppeldisstofnunum samfélagsins, liður í uppbyggingu nærsamfélags- ins og að vera einn af lykilþáttum samfélagsins sem ýtir undir mikil- væga heilsueflingu og menningarstarfsemi. Vill stíga stærri skref Ásmundur sagðist jafnframt sjá fyrir sér mun þéttara samstarf stjórn- valda í þeim verkefnum sem snúa að þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu tómstundastarfi. „Það hefur komið skýrt fram að þátttaka í íþrótta- og æskulýðsstarfi getur og hefur margvísleg jákvæð áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu þeirra sem taka þátt. Þátttaka í slíku skipulögðu starfi ýtir auk þess undir þá tilfinningu að tilheyra og taka þátt,“ sagði hann og hrósaði sérstaklega verkefninu Vertu með en félags- málaráðuneytið styrkti það árið 2018. Markmið verkefnisins er að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipu- Íþróttahreyfingin fái meira vægi lögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi með það að markmiði að styrkja þau sem einstaklinga og efla þau til þátttöku í samfélaginu. „Við erum búin að skoða það í ráðuneytinu, vegna aukinnar áherslu á málefni barna, hvort við getum ekki stigið enn stærri skref þegar kemur að þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu tómstundastarfi. Það er gríðarlega mikilvægt að tryggja þátttöku barna og ungmenna í samfélaginu, ekki bara þeim til gagns heldur samfélaginu í heild sinni,“ sagði Ásmundur Einar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráð- herra, ávarpar sambandsþing UMFÍ 2019. Þau Örn Guðnason og Hrönn Jónsdóttir voru sæmd gull- merki UMFÍ á sambandsþinginu. Þau höfðu bæði setið í stjórn UMFÍ en gáfu ekki kost á sér áfram. Örn hefur setið samtals tíu ár í stjórn UMFÍ og verið varaformaður UMFÍ síðast- liðin fjögur ár. Hrönn hefur verið ritari í sex ár. Hrönn er 33 ára og á meðal yngstu ungmennafélaga sem hlotið hafa gullmerki Örn og Hrönn sæmd gullmerki UMFÍ UMFÍ í rúmlega 110 ára sögu ungmennafélagshreyfingarinnar. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, afhenti þeim Erni og Hrönn viðurkenninguna. „Ég færi Erni og Hrönn þakkir ungmennafélagshreyfingar- innar og tel að leitun sé að fólki sem sé jafnmiklir ungmenna- félagar og þau,“ sagði hann við afhendinguna. ÍÞRÓTTA- VEISLA UMFÍ 26. – 28. júní UNGLINGA- LANDSMÓT UMFÍ 31. júlí – 2. ág. LANDSMÓT UMFÍ 50+ 19. – 22. júní UNGT FÓLK OG LÝÐRÆÐI 1. – 3. apríl SAMBANDS- RÁÐSFUNDUR október 2020 HREYFIVIKA UMFÍ 25. – 31. maí FRÆÐSLU- OG VERKEFNA- SJÓÐUR 1. apríl og 1. október UMHVERFIS- SJÓÐUR 15. apríl LÝÐHÁSKÓLA- STYRKIR 10. janúar VERTU MEÐ UMFÍ 2020

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.