Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 41
 SKINFAXI 41 „Þetta afmæli hafði legið á mér í langan tíma. En það tókst ljómandi vel og mætingin var góð,“ segir Bjartur Aðalbjörnsson, fyrirliði karla- liðs Ungmennafélagsins Einherja í knattspyrnu og sagnaritari félags- ins. Hann var jafnframt aðalsprautan að því að efna til 90 ára afmæl- is Einherja. Félagið fagnaði 90 ára afmæli 1. desember síðastliðinn og var haldið upp á daginn með veglegum hætti. Athöfnin fór fram í Vopnafjarðarskóla og mættu á annað hundrað gestir, sem þykir ansi gott í desember. Öllu var flaggað í tilefni tímamótanna. Víglundur Páll Einarsson, formaður Einherja, setti afmælishátíðina og svo tók Bjartur við. Karla- kór Vopnafjarðar og Kór Vopnafjarðarskóla tóku lagið auk þess sem Brynjar Davíðsson frumflutti Einherjalag sem hann samdi. Í afmælinu voru stigin ný skref í sögu Einherja þegar Víglundur afhenti heiðursmerki þess í fyrsta sinn auk þess sem Gunnar Gunnars- son, stjórnarmaður í UMFÍ, færði félaginu silfurskjöld frá Ungmenna- félagi Íslands og afhenti starfsmerki. Að formlegheitum loknum var HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Viðurkenningar á hátíð Einherja Starfsmerki UMFÍ hlutu þau Aðalbjörn Björnsson, Bjarney Guðrún Jónsdóttir, Svava Birna Stefánsdóttir og Ólafur Ármannsson. Gullmerki Einherja fyrir yfir 30 ára ómetanlegt starf hlutu Aðalbjörn Björnsson, Einar Björn Kristbergsson og Ólafur Ármannsson. Silfurmerki Einherja fyrir yfir 15 ára frábært starf hlutu þau Baldur Kjartansson, Bjarney Guðrún Jónsdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Helgi Ásgeirsson, Ingólfur Sveinsson, Kristján Davíðsson, Linda Björk Stefánsdóttir, Magnús Már Þorvaldsson, Steindór Sveinsson og Svava Birna Stefánsdóttir. Heimildarmyndina Við vorum alltaf litla liðið má sjá á Vimeo og á heimasíðu Einherja: www.einherji.net. gestum opnaður aðgangur að sýningu um sögu Einherja en þar mátti sjá um 300 ljósmyndir, búninga, blaðaúrklippur, verðlauna- gripi, fundargerðir og margt fleira úr fortíðinni. Á sýningunni var jafnframt sýnd heimildarmynd sem Bjartur gerði ásamt Heiðari bróður sínum um sögu Einherja. „Við gerðum myndina á mjög stuttum tíma, tveimur helgum í nóv- ember, tókum hana á tveimur helgum og klipptum síðan dag og nótt fram að hátíðinni. „Ég er mjög stoltur af henni,“ segir Bjartur en bætir við að mörgu sé ólokið varðandi afmælið. Bæði sé mikið efni óunnið sem þeir bræður tóku fyrir myndina auk þess sem hann sjálf- ur hafi setið yfir sagnaritun félagsins með hléum síðastliðin 2–3 ár en í vinnunni gróf hann upp lykilatriði; stofnár Einherja árið 1929 en ekki fjórum árum fyrr eins og talið var. Stefnan var að gefa sög- una út fyrir 90 ára afmælið. Bjartur telur hyggilegra að salta málið aðeins. „Ég ákvað að það væri réttara að gefa hana út á 100 ára afmælinu og slaka aðeins á næstu tíu árin,“ segir hann. Tímamót á afmælisári Einherja Heiðursmerki voru afhent í fyrsta sinn á 90 ára afmæli Ungmennafélagsins Einherja á Vopnafirði í byrjun desember. Bjartur Aðalbjörnsson, veislustjóri á 90 ára afmælishátíð Ungmennafélagsins Einherja á Vopnafirði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.