Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 15
 SKINFAXI 15 Helga Guðrún Guðjónsdóttir, fyrrverandi formaður UMFÍ, var á sambandsþinginu gerð að heiðursfélaga UMFÍ. Við það tækifæri var hún sæmd heiðurskrossi hreyfingarinn- ar. Heiðursfélagi er æðsta viðurkenning ungmennafélagshreyf- ingarinnar. Samkvæmt reglugerð skal aðeins tilnefna þá til heiðursfélaga sem hafa unnið áratuga heillaríkt starf fyrir ung- mennafélagshreyfinguna og gegnt veigamiklu ábyrgðarhlutverki fyrir hana. Helga Guðrún sat í stjórn UMFÍ í 18 ár. Hún kom fyrst inn í stjórnina árið 1997 og sat í varastjórn fyrsta kjörtímabilið. Hún var meðstjórnandi á árunum 1999–2001 og varaformaður á árunum 2001–2007. Helga Guðrún var kjörin formaður UMFÍ 2007, sama ár og UMFÍ fagnaði aldarafmæli, og gegndi því embætti í átta ár eða til ársins 2015. Helga Guðrún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu 1. janúar 2016, fyrir störf á vettvangi íþrótta- og æsku- lýðsstarfs. Helga Guðrún gerð að heiðursfélaga UMFÍ Helga Guðrún er fyrsta konan til að verða heiðursfélagi UMFÍ og er hún komin í fámennan hóp ungmenna- félaga. Aðeins 22 hafa hlotið þann heiður og gerðist það síðast fyrir átta árum. Viður- kenningin var fyrst veitt glímu- kónginum Jóhannesi Jósefs- vogir@vogir.is - 433-2202 Við eigum vogina fyrir þig! Allar vogir fyrir iðnaðinn. syni árið 1927 en hann var einn af stofnendum UMFÍ. Jóhannes var í tvígang heiðraður með þessum hætti. Hér til hliðar eru heiðursfélagar UMFÍ ásamt árunum þegar þeir hlutu þá viðurkenningu: Jóhannes Jósefsson 1927/1957 Þórhallur Björnsson 1927 Helgi Valtýsson 1927/1957 Guðmundur Jónsson frá Mosdal 1933 Vigfús Guðmundsson 1940 Björn Guðmundsson 1943 Björn Jakobsson 1946 Bernharð Stefánsson 1957 Guðbrandur Magnússon 1957 Jón Helgason 1957 Anders Skåsheim 1957 Fáir hampa heiðrinum Eiríkur J. Eiríksson 1969 Sigurður Greipsson 1969 Skúli Þorsteinsson 1971 Þorsteinn Einarsson 1982 Hafsteinn Þorvaldsson 1987 Guðjón Ingimundarson 1987 Sigurður Geirdal 1993 Pálmi S. Gíslason 1997 Þórir Jónsson 2005 Björn B. Jónsson 2011 Helga G. Guðjónsd. 2019 Helga Guðrún ásamt Hauki Valtýssyni, formanni UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.