Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI „Það er einstaklega góð tilfinning fyrir ÍBR að vera komið inn í UMFÍ enda höfum við unnið af krafti að þessu síðustu 20 ár. Ég er sérstaklega ánægður með að við einbeittum okkur að því hvernig við getum unnið betur fyrir iðkendur og félagsmenn í UMFÍ, bæði í Reykjavík og um land allt,“ segir Ingvar Sverris- son, formaður ÍBR. Hann segir að með sameiningu sé hægt að ná mun betri árangri og að UMFÍ verði enn sterkara með aðkomu íþróttabandalaganna. „Við lögðum umræður um peningamál og völd til hliðar en það eru einmitt slíkir þættir sem geta tafið fyrir nauðsynlegum framför- um. Markmiðið er skýrt. Við ætlum okkur að ná í meiri peninga inn „Tilfinningin að vera komin í UMFÍ er mjög góð. Ákvörðunin um að gerast aðili að UMFÍ fór í gegnum stjórnarskipti hjá ÍA og er því ljóst að allir eru sammála um mikilvægi þess að að vinna að framtíðarsýn fyrir íþrótta- héröðin og finna leiðir til að styðja betur við starf í nær- umhverfi barna og unglinga þannig að starf í íþróttum verði áfram jafnmikilvægur þáttur í daglegu lífi allra,“ segir Marella Steinsdóttir, formaður Íþrótta- bandalags Akranes. Hverjir eru kostirnir fyrir ÍA og UMFÍ, að þínu mati? „UMFÍ hefur lengi verið leiðandi í heilsueflingu þar sem ÍA hefur lengi gegnt stóru hlutverki á Akranesi og leiðir UMFÍ og ÍA hafa Sú nýbreytni var samþykkt á sambandsþingi UMFÍ að ung- mennaráð UMFÍ fái áheyrnarfulltrúa í stjórn UMFÍ. Áheyrn- arfulltrúinn hefur málfrelsi og tillögurétt. Ungmennaráð UMFÍ átti tillöguna og bar Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir hana upp. Elísabet, sem sæti átti í ungmennaráðinu, var jafnframt yngsti þingfulltrúinn á sambandsþinginu og var undir lok þess kosin í varastjórn UMFÍ. Fulltrúi ungmennaráðs, sem hefur rétt til setu á fundum stjórnar UMFÍ, er Ástþór Jón Tryggvason, nýkjörinn formaður ráðsins. UMFÍ fagnar því að þingfulltrúar hafi ákveðið að veita áfram ungu fólki brautargengi innan ungmennafélagshreyfingarinnar og auka aðkomu þess í stjórn UMFÍ. í hreyfinguna til hagsbóta fyrir alla sem standa í þessu mikilvæga starfi um allt land.“ Ingvar segir ótal kosti við það að ÍBR hafi gerst sambandsaðili UMFÍ. „Fjölmörg verkefni, sem er verið að vinna af miklum krafti og mikil þekking hefur orðið til í, munu nýtast í starfi okkar og vonandi getum við líka bætt einhverju við. Hér er ég að tala um starf í nærumhverfinu þar sem íþróttahéröð og íþróttafélög eru grunnur að frábærum árangri sem náðst hefur í forvörnum og þátttöku. Þar er ég líka að tala um siðamál og jafnréttismál, að ekki sé talað um nýjungar á borð við rafíþróttir.“ Hvernig gagnast félagsmönnum og iðkendum að vera innan UMFÍ? „Við eigum auðvitað eftir að fara af meiri krafti í að vinna beint með félagsmönnum og iðkendum og kynna fyrir þeim UMFÍ og starfið sem þar er unnið en ég held að meiri fjölbreytni og breið- ara framboð muni nýtast í félagsstarfinu.“ UMFÍ VERÐUR ENN STERKARA Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR. SAMBANDSÞING UMFÍ 2019 t.d. legið saman við skipulagningu og framkvæmd Hreyfiviku. Þá hefur íþróttastarf á landinu þróast í þá átt að UMFÍ sér um grasrótina og æskuna á meðan ÍSÍ sér meira um stjórnsýslu og samskipti við sérsambönd og því sjáum það sem mikinn kost að vera innan raða UMFÍ.“ Hvernig gagnast félagsmönnum og iðkendum að vera innan UMFÍ? „Markmið sameiningarinnar hjá báðum aðilum er að sameina krafta sína til að efla íþrótta- og æskulýðsstarf í landinu á vettvangi UMFÍ. Ástæðan fyrir því að ÍA sótti um og var í hópi fyrstu íþrótta- bandalaga sem fengu aðild að UMFÍ er að landslagið í íþróttamál- um er að breytast. Þróunin hefur orðið sú að héraðssambönd og íþróttabandalög eiga mörg sameiginleg hagsmunamál á sviði íþróttamála og skipulagi íþróttastarfs. Það er mat ÍA að aðild að UMFÍ muni bæta íþróttastarf á Akranesi. Það opnast vettvangur fyr- ir þjálfara og forsvarsmenn til að leita sér þekkingar innan UMFÍ, og hvetur aðildarfélög ÍA til að taka þátt í viðburðum UMFÍ, s.s. Ungl- ingalandsmótum og síðast en ekki síst, eflir aðild ÍA starf UMFÍ. AÐILD AÐ UMFÍ MUN BÆTA ÍÞRÓTTASTARF Á AKRANESI Marella Steinsdóttir, formaður ÍA. Ungmennaráð fær áheyrnarfulltrúa í stjórn UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.