Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI „Mig langar til að leggja mitt af mörkum til hreyfingarinnar!“ Nýtt ungmennaráð UMFÍ kom saman eftir sambandsþing UMFÍ. Ráðið er skipað tíu ungmennum á aldrinum 16–25 ára og koma þau víðs vegar að af landinu. Hlutverk ráðsins er m.a. að fara með mál og verkefni í umboði stjórnar UMFÍ og vera ungmennafélagshreyfingunni til ráðgjafar varðandi helstu verkefni UMFÍ. Nokkur breyting varð á ungmennaráði UMFÍ og hlutverkum þess. Þær Kolbrún Lára Kjartansdóttir, sem verið hefur formaður ráðsins síðastliðin tvö ár, og Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir hættu báðar í því enda hvor sínum megin við 25 ára aldurinn. Ungmennaráðið fékk aukið vægi á sambandsþinginu því að þar var samþykkt tillaga þess um að ráðið fái áheyrnarfulltrúa í stjórn UMFÍ. Áheyrnarfulltrúinn hefur málfrelsi og tillögurétt á fundum stjórnar UMFÍ. Hér til hliðar segja nokkrir meðlimir ungmennaráðsins frá því hvers vegna þau gáfu kost á sér í ráðið og hvað brennur á þeim. Ungmennaráð UMFÍ: Formaður: Ástþór Jón Tryggvason (USVS). Varaformaður: Sveinn Ægir Birgisson (HSK). Skemmtanastjórar: Embla Líf Hallsdóttir (UMSK) og Dagbjört Ósk Jóhanns- dóttir (HSV). Samfélagsmiðlastjórar: Eiður Andri Guðlaugsson (ÍA) og Soffía Meldal Kristjánsdóttir (UDN). Meðstjórnendur: Halla Margrét Jónsdóttir (ÍA) Hlynur Snær Vilhjálmsson (UMFN) Kolbeinn Þorsteinsson (ÍBR) Rúna Njarðardóttir (UMSK) Halla Margrét Jónsdóttir kemur af sambandssvæði Íþróttabandalags Akraness (ÍA) Af hverju ungmennaráð UMFÍ? „Ég fór á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2019 og fannst ótrúlega skemmtilegt og fræð- andi. Ég var mikið með Ung- mennaráðinu á ráðstefnunni og sá þá hversu frábær og mikil- væg starfsemi ungmennaráðs- in UMFÍ er. Þá varð ekki aftur snúið og langaði mig að sækja um í ráðinu þegar næst væri tekið inn. Fyrir hvaða málefnum ungs fólks brennur þú? Ég brenn fyrir jafnrétti ungs fólks, bæði almennt og jafnrétti til náms og íþrótta. Ég vil að ungt fólk og allt fólk á Íslandi hafi jafnan rétt til náms og að stunda íþróttir sama hvar það býr á landinu. Því fannst mér tilvalið að fara í ungmennaráð UMFÍ þar sem tekið er á mikil- vægum málefnum ungs fólks á Íslandi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.