Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI Börn finna fyrir jákvæðum breytingum í rafíþróttum. Fram- kvæmdastjóri Ármanns segir iðkendum hafa fjölgað gríðarlega. Á Facebook-síðu rafíþróttadeildar Ármanns var í haust birt reynslusaga foreldris 11 ára drengs sem greindur hefur verið með raskanir. Þar segir meðal annars að starfið hefði rofið félagslega einangrun hans, styrkt hann félagslega og gefið honum aukið sjálfstraust sem hann hefur nýtt sér á öðrum sviðum. „Þetta er alveg geggjað. En þetta er ekki eina sagan, þær eru fleiri. Undirtónninn er alltaf sá sami: Iðkendurnir hafa ekki fundið sig í annarri íþrótt, eru utanveltu af einhverjum orsökum og sumir á jaðrinum. Þarna tengjast iðkendurnir. Þeir þurfa að tala saman, gefa fimmur á æfingum, þau koma öll út úr skel sinni og blómstra,“ segir Jón Þór Ólason, framkvæmda- stjóri íþróttafélagsins Ármanns. Ármann er aðildarfélag ÍBR sem er sambandsaðili UMFÍ. Jón Þór segir foreldra hafa verið duglega að senda sér línu um jákvæðar breytingar á líðan barna sem stundi rafíþróttir hjá félaginu. Nú stunda rúmlega sjötíu börn og ungmenni frá 10 ára aldri rafíþróttir hjá Ármanni og er kominn biðlisti. Hann býst við að þau verði orðin rúmlega sjötíu í byrjun árs 2020. Tímar í rafíþróttum hjá Ármanni eru á mánu- dögum, þriðjudögum, mið- vikudögum og laugardög- um frá klukkan 10 til 14, tveir hópar eru tvo tíma í senn. Hluti af æfingunni er styrktaræfingar og teygjur í 40 mínútur ásamt félags- legum leikjum, heilaleikjum og leikjum sem innihalda ýmsar æfingar. Dæmi um tveggja klukkustunda æfingu með elsta hópnum hjá Ármanni sem er nemend- ur í 9.–10. bekk: Líkamlegar- og félagslegar æfingar í 40 mínútur Æfingar með eigin þyngd • Armbeygjur (gæði fram yfir magn) • Að sitja í 90 gráðum að hámarki í tvær mínútur. • Planki í að hámarki tvær mínútur. • Ýmis hreyfing. • Fyrri þrjár æfingarnar gerðar aftur. • Teygjur og félagslegir leikir. Æfing í rafíþróttum • Skipuleg æfing í raf- íþróttum í 80 mínútur. Íþrótta- og ungmennafélög hafa í auknum mæli tekið að bjóða upp á rafíþróttir í starfi sínu. Þau eru mislangt komin á þeirri leið. En hvaða félög eru að innleiða rafíþróttir, hvernig á að fara að því og er þetta gott fyrir börn? Íþróttafélagið Ármann í Reykjavík er komið lengst þeirra félaga sem bjóða iðkendum upp á skipulagðar æfingar í rafíþróttum. Þar eru fjórir þjálfarar og standa æfingar til boða iðkendum 10–15 ára. Námið er hluti af samstarfi Ármanns við Rafíþrótta- skólann sem útvegar kennsluefnið. Jafnframt er boðið upp á rafíþróttir hjá fleiri félögum svo sem KR og Fylki í Reykjavík auk Sindra á Höfn í Hornafirði. Iðkendur gera styrktaræfingar Iðkendur hjá Ármanni voru til að byrja með á aldrinum 10–15 ára. Iðkendum er skipt í þrjá hópa eftir aldri og bekkjum. Í fyrsta hópi eru iðkendur í 5.–6. bekk, í öðrum hópi iðkendur í 7.–8. bekk og í þriðja hópnum nemendur í 9.–10. bekk. Iðkendur eru nú orðnir rúm- lega sjötíu, bæði strákar og stelpur. Í skoðun er að bjóða upp á sérstakt námskeið fyrir börn og ungmenni með sér- þarfir eða fatlanir. En hver eru fyrstu skref íþrótta- og ungmennafélaga sem vilja fræðast betur um innleiðingu raf- íþrótta í starfi félagsins eða skoða möguleikann á að bjóða upp á íþróttina? „Við einsettum okkur að gera þetta almennilega og bjóða upp á víðtækt nám í stað þess að búa til sérstakt lið. Við erum í sam- starfi við Rafíþróttaskólann og keyptum allt kennsluefni af þeim. Það er mjög gott. Við erum því með námsskrá og gott efni til að vinna út frá. Við leggjum áherslu á að félögin kaupi ráðgjöf hjá Rafíþróttaskólanum. Þau eru með mjög flott námsefni þar,“ segir Jón Þór. Rafíþróttir tengja iðkendur saman Jón Þór Ólason, framkvæmda- stjóri íþróttafélagsins Ármanns. Rafíþróttir hasla sér víða völl

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.