Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 29
 SKINFAXI 29 „Við horfum á rafíþróttir öðru fremur sem tækifæri fyrir börnin til að hittast, unga krakka í Hornafirði sem þurfa vettvang til að spila saman í stað þess að hver geri það í sínu horni,“ segir Sæmundur Jón Jónsson, formaður rafíþróttadeildar Ungmennafélagsins Sindra á Höfn í Hornafirði. Ætla má að félagið sé komið næstlengst í inn- leiðingu á rafíþróttum í starfi sínu hér á landi. Sæmundur segir að félagsmenn vinni þetta að mestu sjálfir og að það sé ekki langt á veg komið. „Það voru kennarar við grunnskólann hér á Höfn sem settu sig í samband við Rafíþróttasamtökin síðla sumars og upp úr því stofnuð- um við rafíþróttadeildina í september. Nú eru tíu til fimmtán iðkend- ur í deildinni sem spila tölvuleiki innan skipulags íþróttafélags, með umgjörð og þurfa að mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma,“ segir Sæmundur sem er faðir eins af iðkendunum. „Það var hentugast fyrir félagið að fá okkur í Rafíþróttaskólanum til að vinna saman að því að koma á laggirnar rafíþróttadeild innan félagsins. Þar prófum við hugmyndafræðina okkar, finnum hvað virk- ar og hvað ekki. Þetta hefur verið mikið lærdómsferli á báða bóga,“ segir Arnar Hólm Einarsson, yfirþjálfari rafíþróttadeildar Ármanns. Hann mælir með því að þau íþrótta- og ungmennafélög sem hafa áhuga á að fræðast um rafíþróttir og skoða að koma á laggirnar rafíþróttadeild setji sig í samband við Rafíþróttaskólann. „Við veitum ráðgjöf og hjálp við að finna búnað og hvernig gott sé að hafa uppsetningu. Reynsla okkar, þekking og námsefni geta hjálpað félögum til að koma sér af stað og búa til öflugt starf. Það er skiljanlegt að ennþá séu fordómar í samfélaginu í garð tölvuleikja, en núna þurfum við að sætta okkur við þær breytingar sem hafa átt sér stað og viðurkenna tölvuleiki sem áhugamál og íþróttir. Það þarf að bjóða upp á eins félagslegt, heilbrigt og öruggt umhverfi og hægt er fyrir börn og ungmenni. „Sonur minn er 11 ára og byrjaði að æfa með rafíþróttadeild Ármanns þegar hún var stofnuð nú í haust 2019. Hann hefur verið greindur með raskanir sem eru hamlandi fyrir hann svo að hann þarf að takast á við ýmsar áskoranir í daglegu lífi sínu. Frá því að hann var lítill hefur hann prófað margar hefðbundnar íþróttir en það hefur oftar en ekki aðeins valdið honum kvíða og vanlíðan. [...] Þegar rafíþróttadeild Ármanns var stofnuð varð hann mjög spenntur og áhugasamur um að mæta þar á æfingar og þangað finnst honum gott að koma. Þar taka á móti honum þjálfarar sem eru flottar fyrirmyndir, sem hann lítur upp til og þar er hann hluti af hópi sem honum finnst hann tilheyra, þar sem hann og áhuga- mál hans eru viðurkennd. Í íslensku samfélagi hefur því miður ríkt frekar neikvætt viðhorf gagnvart tölvuleikjum og þeim sem þá spila og það hefur ekki góð áhrif á sjálfsmat barna sem falla inn í þann flokk. Starfið hjá Ármanni kom á óvart Arnar Hólm Einarsson, yfirþjálfari hjá rafíþróttadeild Ármanns. En með því að stofna rafíþróttadeild Ármanns eru börnum send þau skilaboð að það sé í lagi að hafa áhuga á tölvuleikj- um og að það sé ekki neikvætt heldur jákvætt. Þar læra þau líka að umgangast tölvuna á heilbrigðan og skynsamlegan hátt. Með því að halda uppi skipulögðu starfi, þar sem mætt er á fastar æfingar nokkrum sinnum í viku, eins og í öðrum íþróttum, hefur sonur minn fengið tækifæri til þess að rækta áhugamál sitt sem alvöruíþrótt sem hann er góður í. Ennfremur hefur það skapað honum vettvang til þess að kynnast og eiga í samskiptum við jafnaldra sína sem deila áhugamáli hans, á stað þar sem hann getur mætt eftir skóla til að stunda áhugamál sitt. Starfið hefur á þennan hátt rofið félagslega einangrun hans og styrkt hann félagslega. Það hefur í kjölfarið gefið honum aukið sjálfstraust sem hann hefur getað nýtt sér á öðrum sviðum í lífi sínu. Eftir að hann hóf að æfa hjá rafíþróttadeild Ármanns finnst mér ég hafa séð heilmikla breytingu á honum til hins betra. Hann er glaðlyndari, sjálfsöruggari, opnari og félagslyndari en hann var áður og virkari í lífinu almennt." Reynslusaga foreldris Sameina börnin í sveitinni „Strákurinn minn er 15 ára og hafði prófað körfubolta, fótbolta og fimleika en fann sig ekki í neinu. Hann tók skólabílinn heim og fór í tölvuna. Mig langaði mikið til að hann æfði með fleiri strákum og stelpum í sömu stöðu og fengi þjálfun hjá fullorðnum einstaklingi sem kynni til verka. Af þeirri ástæðu bauð ég fram aðstoð við að koma deildinni á laggirnar hér í Hornafirði. Æfingarnar í rafíþrótta- deildinni eru eins og æfingar annarra deilda. Hann fer á þær tvisv- ar í viku, tvær klukkustundir í senn. Þjálfarinn talar líka við iðkendur eins og í öðrum greinum um mikilvægi hvíldar, næringar og svefns. Hann hefur meðal annars talað við þau um æfingar og að þau nái ekki árangri ef þau æfi of mikið. Það sama á við um tölvuleikjaiðkun og því hangir pilturinn minna í tölvunni en áður,“ segir Sæmundur um tölvuleikjaiðkun sonar síns. Æfingum er skipt í tvo hluta hjá raf- íþróttadeild Sindra. Yngri börnin spila League of Legends en ung- mennin fá að spila Counter Strike og álíka leiki. „Við pössum okkur á því að ekkert sé gert í rafíþróttadeildinni sem er bannað hjá öðrum deildum. Þjálfarinn talaði við krakkana strax í upphafi vetrar og sagði orkudrykki og rafrettur á meðal þess sem bannað væri á æfingum auk þess að fræða þau um áhrif og skað- semi þessa,“ segir Sæmundur. Félagsleg áhrif af rafíþróttum geta verið jákvæð, að sögn Sæm- undar. Iðkendur kynnist þvert á bekki í grunnskóla Hafnar. „Í haust flutti hingað fjölskylda frá Póllandi. Sonurinn talaði aðeins pólsku. Annar þjálfaranna okkar í rafíþróttadeildinni kennir í grunn- skólanum og bauð drengnum að koma á æfingar. Hann hafði áhuga á því og hefur eignast vini þar. Rafíþróttir geta því hjálpað til við aðlögun fólks að nýju samfélagi,“ segir Sæmundur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.