Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI Á síðasta sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var að Laugarbakka í Mið- firði 11. og 12. október sl., var aðild íþróttabandalaga að UMFÍ samþykkt. Meginrökin með inngöngu þeirra byggð- ust á því að UMFÍ stæði þá betur undir nafni sem landssamtök ásamt því að með stærri fjöldahreyfingu myndaðist aukinn slagkraftur við framkvæmd fyrirliggjandi verkefna og samtökin hefðu sterkari rödd gagnvart ríkisvaldi og sveitarfélögum varð- andi aðkomu þeirra að starfseminni. Þar sem enn eru íþróttahéruð sem eru ekki aðilar að UMFÍ er mikilvægt að áfram verði unnið að því að opna dyr hreyfing- arinnar þannig að UMFÍ verði að lokum samtök allra íþróttahéraða ásamt aðildar- félögum þeirra. Íþróttahreyfingin stendur á ákveðnum tímamótum er varðar stjórnskipulag henn- ar. Núverandi fyrirkomulag íþróttahéraða er byggt á gamalli skiptingu og má segja að sú skipting sé orðin barn síns tíma. Þá má á næstu árum gera ráð fyrir frekari sameiningu sveitarfélaga sem kann að skekkja enn frekar þá mynd sem íþrótta- héröðin byggja á. Í íþróttalögum er kveðið á um að: „Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands annast skiptingu og breytingu á íþróttahéruðum.“ Mikil- vægt er að þessir aðilar hefji sem fyrst samtal um framtíðarsýn á fyrirkomulag íþróttahéraða. Í þeirri vinnu er ekki síður mikilvægt að útfæra nánar hlutverk íþrótta- héraðanna ásamt því að tryggja aukið vægi þeirra með því að stuðla að beinum fjárhagslegum styrkjum svo að hvert íþróttahérað geti stutt aðildarfélög sín með sambærilegum hætti hvar svo sem þau eru starfandi á landinu. Þá er ekki síður mikilvægt að nota tækifærið og ná víð- tækri sátt um skilgreiningar á borð við félagsmann og iðk- anda ásamt ýmsum öðrum sambærilegum hugtökum þar sem þessar skilgreining- ar grundvalla m.a. skiptingu Lottótekna sem reglulega hefur verið rökrædd innan íþrótta- hreyfingarinnar. Samhliða er mikilvægt að ÍSÍ og UMFÍ nái saman um sameigin- legan ramma við útdeilingu Lottótekna til að ná sem jafnastri dreifingu til íþrótta- héraðanna og þar með aðildarfélag- anna. Með skýrari verkaskiptingu íþrótta- héraða og sambandsaðila og jafnari skiptingu Lottótekna getur íþróttahreyf- ingin lagt að baki áratuga langa um- ræðu og einbeitt sér enn betur að innra starfi sínu, samfélaginu til heilla. Jóhann Steinar Ingimundarson, stjórnarmaður UMFÍ. Efnisyfirlit 10 Eitt tré fyrir hverja flugferð. 34 Netnámskeið sem eykur öryggi í íþróttum. 36 Hvernig gengur að ná til barna af erlendum uppruna? Leiðari Á tímamótum 12 Þrjú íþróttabandalög bættust við UMFÍ á sambandsþingi. 6 Austfirðingar með pílur á lofti. 8 Skrifaði bók um ungmennabúðir UMFÍ. 17 Íþróttahreyfingin fái meira vægi. 18 UMFÍ í tölum 2014–2018. 20 Ómar Kristmundsson: Fólk vill láta gott af sér leiða. 22 Veiga Grétarsdóttir: Líf mitt sem kona er rétt að byrja. 26 Flóahlaupið – Kökuhlaup Markúsar. 28 Rafíþróttir hasla sér víða völl. 30 Einstök upplifun í lýðháskóla. 32 Svona er best að innleiða verkfærakistu Sýnum karakter. 37 UMFÍ styður átak í forvörnum. 38 Þetta er Ungmennaráð UMFÍ. 41 Tímamót á afmælisári Einherja. 42 Mótaárið 2020.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.