Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 11
 SKINFAXI 11 ara og krakka saman í ákveðið verkefni sem er annað en að sparka eða kasta bolta eða vera í frjálsum eða eitthvað. Það næst oft á tíðum að þjappa hópnum betur saman með þess háttar starfi. Mér finnst líka að fjölga eigi svona verkefnum.“ Koma boðskapnum út í hreyfinguna En hvað getur stjórn UMFÍ gert í umhverfismálum? „Við vitum ekki mikið um hvað hreyfingin öll er að keyra mikið eða fljúga langar vegalengdir á ári. Það væri hægt að byrja á því að taka saman upplýsingar í þessu sambandi. Þá væri auðveldara að sjá hvað þurfi virkilega að gera til að kolefnisjafna ungmenna- félagshreyfinguna á Íslandi. Ég veit að þetta verður ekki stórt mál. En engu að síður þarf að vinna grunnvinnuna heima. Síðan er ekki nóg að stjórn UMFÍ geri eitthvað. Það þarf að koma boðskapnum út í hreyfinguna og fá öll ungmennafélög, ekki tíu eða fimmtán held- ur öll, til að búa til sína eigin umhverfisstefnu. Svona plögg þurfa ekki að vera yfirgripsmikil eða löng. Þetta er kannski hálf blaðsíða A4, en með mikilvægum punktum um hvað ungmennafélagið sé að gera í sambandi við umhverfið. Þá þurfum við að fara svolítið lengra heldur en bara að binda kolefni. Það eru ýmsir fleiri þættir sem þarf að taka tillit til, t.d. í íþróttahúsum. Ég veit að mörg íþróttahús eru nú þegar komin með sína umhverfisstefnu eins og með umhverfis- vænar sápur og allt mögulegt í því sambandi,“ segir hann. Allt er undir, meira að segja fundir og fundahöld. Marka þarf góða stefnu um þá viðburði, að mati Björns. „Plastið er náttúrlega á útleið. Við eigum að segja árið 2020 að við notum ekki plast leng- ur á fundum, við kaffidrykkju eða við önnur tilefni. Umhverfisvænar vörur eru til sem eru ekkert dýrari en plastvörur og þær eigum við frekar að nota.“ Stjórn UMFÍ þarf að byrja á sjálfri sér Björn segir umhverfismál UMFÍ verða að byrja heima, það er að segja með því að stjórn UMFÍ marki sína eigin stefnu og vinni eftir henni. Undir þetta falla, auk plastnotkunar á skrifstofu, skipulag funda og kaffistofu, akstur stjórnar og starfsmanna, flug og fleira. Hann bendir á að það sé margt annað sem hægt sé að taka tillit til eins og pappírsnotkun og að annað skipulag miðist út frá umhverfis- sjónarmiðum og stefnu UMFÍ. „Stjórnin þarf að byrja á því að taka til í sínum ranni svo að hún geti gefið út að hún sé búin að vinna verkið og koma þeim skilaboð- um út að það hafi ekki verið flókið eða erfitt. Síðan er hægt að fara út í hreyfinguna og endurtaka leikinn hjá sambandsaðilum og aðild- arfélögum. Ég held að umhverfisstefna UMFÍ sé ágæt en hún þarf að fara niður í smærri einingar. Jafnvel þarf að ganga svo langt að stjórnir félaga og þjálfarar vinni eftir umhverfisstefnu.“ Flestir fundir orðið á netinu Björn vinnur sjálfur mikið á landsvísu og segist nánast vera hættur að ferðast. „Ég er bara á netinu því að fundirnir eru flestir komnir þangað. Þannig hef ég sem einstaklingur náð að laga kolefnismálin hjá mér. Þetta er það sem hreyfingin þarf líka að gera og fylgja því eftir með aðgerðaáætlun. Stóra málið er að það er ekki nóg að setja stefnuna heldur þarf líka að setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Það er óþarfi að taka skrefið alla leið strax. Það má gera þetta eins og „Græn skref“ bjóða upp á hjá Umhverfisstofnun. Þar eru tekin græn skref í áföngum. Umhverfisstofnun fylgir þeim. Þeir sem taka þátt í þeim verða að fara skref fyrir skref alla leið og klára þau öll. Fólk þarf að sýna fram á að tekið hafi verið tillit til þessa eða Græn skref „Græn skref í ríkisrekstri“ er hvatakerfi fyrir allar framsæknar og ábyrgar stofnanir ríkisins sem vilja vinna markvisst að umhverfismálum. Við innleiðingu Grænna skrefa er gátlistum fylgt og viðurkenningar eru síðan veittar fyrir hvert Grænt skref sem tekið er, en skrefin eru samtals fimm. Upphaflega var verkefnið þáttur í því að innleiða og framfylgja stefnu ríkis- ins um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur til ársins 2016. Núna samræmist verkefnið aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum um að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið Parísarsamningsins til 2030 og markmið ríkis- stjórnarinnar um kolefnis- hlutleysi árið 2040. ULM 2020 kolefnisjafnað Uppi eru hugmyndir um að kolefnisjafna Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi árið 2020. Það yrði gert í anda markmiða UMFÍ og þeirrar tillögu sem lögð var fram á sambandsþingi UMFÍ. Hún fól í sér að leitast verði við að lágmarka neikvæð áhrif af starfsemi og viðburðum UMFÍ. Björn segir Sunnlend- inga geta tekið þátt í því. „Við hjá Skógræktinni á Suðurlandi erum tilbúin að aðstoða við undirbúning og framkvæmd kolefnis- jöfnunarinnar,“ segir hann. hins, svo sem breyttrar innkaupastefnu og þvíumlíks í átt til grænni skrefa.“ Björn segir Umhverfisstofnun hafa vandað mjög til verkefnisins „Græn skref“. Það sé góð fyrirmynd að grænum skrefum UMFÍ. UMFÍ geti einnig leitað til stofnana sem eru að vinna í umhverfis- málum. Þar á meðal séu Landgræðslan, Skógræktin og Landbún- aðarháskólinn. Allir séu tilbúnir að veita upplýsingar til að taka græna skrefið. „Nú eru að fara af stað stór verkefni á landsvísu eins og verkefn- ið við Þorlákshöfn. Þar á að gróðursetja á mörg þúsund hektara svæði. Þar geta félög komið og gróðursett. Fyrir norðan er Hóla- sandur að fara af stað. Síðan eru Hekluskógar og fleiri önnur verk- efni. Landgræðslan á lönd úti um allt og jafnvel Skógræktin, sem félög geta fengið að gróðursetja í til þess að taka þátt í þessari kolefnisjöfnun,“ segir hann. Að lokum bendir Björn á að ungmennafélagshreyfingin geti komið af krafti inn í umræðuna um umhverfismál. „Unga fólkið hefur sett þessi mál á dagskrá á heimsvísu. UMFÍ á að skapa umgjörð fyrir unga fólkið hér á landi til að hafa áhrif á umræðuna, gera því kleift að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og sjá til þess að tillit verði tekið til þeirra. Þátttaka ungs fólks í umhverfismálum er ómetanleg og trúlega eina leiðin sem við höfum til að leiða mörg brýn umhverfis- mál til varanlegrar úrlausnar til framtíðar. Framtíðin er framtíð unga fólksins.“ Ég held að umhverfis- stefna UMFÍ sé ágæt en hún þarf að fara niður í smærri einingar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.