Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI Skinfaxi 3. tbl. 2019 Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), hefur komið út samfleytt síðan árið 1909. Tímaritið dregur nafn sitt af hestinum fljúgandi sem dró vagn goðsagnaverunnar Dags er ók um himinhvolfið í norrænum sagnaheimi. RITSTJÓRI Jón Aðalsteinn Bergsveinsson. ÁBYRGÐARMAÐUR Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. RITNEFND Gunnar Gunnarsson formaður, Eiður Andri Guðlaugsson, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Guðmunda Ólafsdóttir og Örn Guðnason. PRENTUN Prentmet Oddi. LJÓSMYNDIR Ívar Sæland, Haraldur Jónasson, Gunnar Gunnarsson, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Jón Aðalsteinn Berg- sveinsson, Ólafur Þór Jónsson, Oscar Rybinski, Sabína Steinunn Halldórs- dóttir, Ágúst Atlason o.fl. UMBROT OG HÖNNUN Indígó. PRÓFARKALESTUR Helgi Magnússon. AUGLÝSINGAR Styrktarsöfnun. FORSÍÐUMYND Á myndinni er Veiga Grétarsdóttir, formaður Siglingaklúbbsins Sæfara. Myndina tók Ágúst Atlason, ljósmynd- ari á Ísafirði, á Arnarnesi, við mynni Skutulsfjarðar. STJÓRN UMFÍ Haukur Valtýsson, formaður, Ragnheiður Högnadóttir, varaformaður, Sigurður Óskar Jónsson, ritari, Guðmundur Sig- urbergsson, gjaldkeri, Gunnar Gunnars- son, meðstjórnandi, Jóhann Steinar Ingimundarson, meðstjórnandi, og Gunnar Þór Gestsson, meðstjórnandi. VARASTJÓRN UMFÍ Hallbera Eiríksdóttir, Lárus B. Lárusson, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir og Gissur Jónsson. SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími: 568 2929. umfi@umfi.is www.umfi.is STARFSFÓLK UMFÍ Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðárkróki), Sabína Stein- unn Halldórsdóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri, Ragnheiður Sigurðar- dóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri, og Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. UMFÍ Ungmennafélag Íslands, skammstafað UMFÍ, er landssamband ungmenna- félaga á Íslandi. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambandsaðilar UMFÍ eru 28 talsins. Í hreyfingunni eru nú um 300.000 félagar í rúmlega 400 ungmenna- og íþróttafélögum um land allt. P ílukastfélag Fjarðabyggð- ar var stofnað í Neskaup- stað nú í desember. For- sprakki félagsins var bú- inn að ganga lengi með þá hug- mynd í maganum að stofna pílu- kastfélag. Draumurinn varð að veruleika á Landsmóti UMFÍ 50+. „Ég spilaði pílu þegar ég bjó fyrir sunnan og hef lengi haft áhuga á því að stofna pílukast- félag hér á Norðfirði. En ég fann ekkert húsnæði sem hentaði. Eft- ir að Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í bænum í sumar fóru mál- in á fulla ferð,” segir Friðrik Krist- insson sem þekktur er á Norð- firði og víðar sem Kiddi rokk. Pílukast var ein af greinunum sem boðið var upp á á Lands- móti UMFÍ 50+ sem fram fór í Neskaupstað í júní 2019. Bæði var keppt í greininni og áhuga- sömum boðið að prófa og læra að skjóta í mark. Friðrik keppti á mótinu ásamt tengdasyni sín- um og lentu þeir í 2. og 3. sæti í flokki 49 ára og yngri. Fengum aðstöðu í Gömlu ræktinni En það sem meira var: Á mótinu hitti Friðrik Ingibjörgu Magnús- dóttur frá Pílukastsambandi Íslands sem sá um pílukeppnina. Málin tóku að hreyfast hratt eftir það. „Sparkið kom eftir fund okk- ar Ingibjargar. Hún greip hug- myndina á lofti og ræddi málið við íþrótta- og tómstundafulltrúa Fjarðabyggðar. Upp úr því feng- um við aðstöðu í Gömlu ræktinni svokölluðu, í íþróttahúsi bæjarins. Þar er geymslu- og lyftinga- aðstaða iðkenda íþróttafélaga Austfirðingar með pílu á lofti Boðið hefur verið upp á keppni í pílukasti á mótum UMFÍ í gegnum tíðina. Hér eru ofurkátir þátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina 2019. Friðrik Kristinsson. sem eru með æfingar í húsinu. Þar erum við búin að setja upp þrjú spjöld og erum að kasta,“ segir Friðrik. Friðrik hefur fram til þessa staðið fyrir æfingum í pílukasti eftir vinnu. „Við erum þetta 4–7 sem hitt- umst og köstum. En fólk hefur áhuga. Hann jókst mikið eftir að Stöð 2 hóf að sýna frá Heims- meistaramótinu í pílukasti. Marg- ir eru með pílukastspjald inni í skúr og fara þangað til að spila. Ýmsir hafa því viðrað áhuga á að gera þetta að rútínu, með skipulögðum hætti. Við ætlum að gera það hjá Pílukastfélagi Mig langar til að stíla inn á unglingana, enda hef ég fundið áhuga hjá þeim sem finna sig ekki í öðrum íþróttum. Fjarðabyggðar. Mig langar til að stíla inn á unglingana, enda hef ég fundið áhuga hjá þeim sem finna sig ekki í öðrum íþrótt- um. Þar fyrir utan væri gaman að geta efnt til pílukasts á fleiri stöðum í Fjarðabyggð,“ segir Friðrik.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.