Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI Margir eru áhugasamir um verk- efnið Sýnum karakter. Sigurður Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ungmennasambands Borg- arfjarðar (UMSB), vinnur að því að innleiða verkfærakistu Sýnum karakter í starf sambandsins. Hann fær margar fyrirspurnir frá stjórnendum annarra félaga um það hvernig hann gerir það. „Ég mæli svo sannarlega með verkfærakistu verkefnisins Sýnum karakter. Þetta er frábært tól fyrir íþróttafélög enda skilar það sér í betri einstaklingum, andlega sterkum, kurteisara fólki sem lætur sér annt um umhverfið og betra íþróttafólki,“ segir Sigurður. Hann hefur unnið að því frá haustið 2018 að nýta verkfæri í kistu verkefnisins Sýnum karakter í öllu starfi UMSB. Hann hélt erindi um innleiðinguna á ráðstefnu í október. Það vakti svo mikla athygli að forsvarsmenn nokkurra íþróttafélaga og íþróttahéraða höfðu samband við hann til að fræðast um málið. Sigurður hefur fundað með nokkrum og kynnt ferlið á formanna- fundum nú á haustdögum. „Þetta er vakning! Sýnum karakter er frábært verkefni enda sýnir það að hægt er að þjálfa upp aðra þætti en líkamlega, ekki bara á æfingu heldur utan hennar líka. Ekki er aðeins einblínt á þann besta heldur heildina, alla iðkendur, hvernig þeir höndla álag, ganga um eftir sig, hugsa um aðra og umhverfið. Við erum alltaf að tala um það og skoða hvernig við getum gert hitt og þetta betur. Það er greinilega eftirspurn eftir því að bæta starf íþróttafélaganna því margir eru að pæla í því hvernig við gerum þetta í starfi UMSB og hvernig við fáum aðra með okkur í vegferðina,“ segir Sigurður en tekur fram að innleiðingin sé líklega auðveldari hjá þeim sem eru með fólk í fullu starfi frekar en í hlutastarfi. „Þetta er ekki flókið. En það er ekki hægt að snúa öllu á hvolf og umbylta félaginu. Innleiðingin er tímafrek og þarf að hugsa sem maraþonhlaup. Verkefnið þarf að taka í smáskrefum. En þá verður árangurinn líka betri,“ segir Sigurður og telur hugsanlegt að lítil félög eigi betur með að innleiða Sýnum karakter í starf sitt en stór. „En hver og ein deild getur líka tekið það upp og einhver áhugasamur innan deildarinnar haldið utan um það,“ segir hann. Sigurður leggur mikla áherslu á að félögin, sem innleiði verkfæra- kistu Sýnum karakter, skipi fulltrúa verkefnisins sem heldur utan um alla þræði þess. Hann er sjálfur í því hlutverki hjá UMSB og fær þjálfara í lið með sér. „Við sjáum til þess að krökkunum líði vel í íþróttum og með öðrum. Þjálfarar taka vel á móti öllum og kanna málið ef einhver skilar sér ekki á æfingu. Sömuleiðis er hugað að umgengninni, að krakkarnir gangi vel um íþróttahúsið, vandi sig í tali og læri kurteisi. Ég fer tvisv- ar í viku í íþróttahúsið þegar krakkarnir eru í tíma. Þar bendi ég þeim á hvað megi gera betur. Ef skór eru úti um allt og töskur á gólfum en snagi laus er æfing stöðvuð og iðkendum bent á hvernig betra sé að ganga um og þau látin raða skónum betur. Það skilar sér út fyrir starfið og íþróttaiðkunina. Sýnum karakter snýst ekki um að búa til betra íþróttafólk heldur jákvæða upplifun og góðar minn- ingar,“ segir hann. Best að innleiða Sýnum karakter í stuttum skrefum Sýnum karakter er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ung- menna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á því að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni þeirra. www.synumkarakter.is Leiðarvísir um innleiðingu 1. Fræðslukvöld fyrir formenn og stjórnendur aðildarfélaga. Fyrirlestrar frá UMFÍ og ÍSÍ um Sýnum karakter. 2. Fundur með þjálfurum aðildarfélaga félagsins þar sem skoðað er hvernig hægt er að nýta verkfærakistu Sýnum karakter í starfi félagsins. Leitað eftir hugmyndum frá þjálfurum. 3. Fundur með stjórnarmönnum deilda og aðildarfélaga. 4. Starfsdagar tvisvar á önn þar sem þjálfarar hittast og fara yfir málin. 5. Vinna með einn kassa úr verkfærakistu Sýnum karakter í hverjum mánuði. Kassarnir eru sex: Áhugi, markmiða- setning, félagsfærni, sjálfstraust, leiðtogar og einbeiting. Sigurður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri UMSB.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.