Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI „Maður er alltaf að skrifa um það sem maður þekkir og þeir sem þekkja rithöfunda verða að sætta sig við að þeir lenda oft í hlutverk- um í bókum,“ segir rithöfundurinn og kennarinn Hjalti Halldórsson. Hjalti hefur skrifað bókina Ys og þys út af öllu. Þetta er þriðja bók hans sem ætluð er börnum og unglingum. Bókin fjallar um vináttu þeirra Guðrúnar, Kjartans og Bolla sem eru á skólaferðalagi og fara í Ungmennabúðirnar að Laugum í Sælingsdal. Í sögunni kemur fyrir Dani sem gæti hæglega verið tvíburabróðir Jörgens Nilssons, frístundaleiðbeinanda og snillings í Ungmennabúðunum. Hjalti er kennari við Langholtsskóla og kom með hópi nemenda skólans sem dvaldi í Ungmennabúðunum á Laugarvatni í desember. Að sjálfsögðu færði hann þeim Önnu Margréti Tómasdóttur, for- stöðumanni búðanna, og Jörgen eintak af bók inni, sem sló auð- vitað strax í gegn. Hjalti hefur sjálfur komið einu sinni áður með skólahóp í Ung- mennabúðirnar þegar þær voru að Laugum og þekkir staðhætti þar. Annar sona hans fór þangað sömuleiðis og honum líkaði vel. „Það er gott að hafa komið í Ungmennabúðirnar. Ég veit hvaða leiki er farið í, hvernig skipulagið virkar og hef þurft að glíma við ælupestir og fleiri uppákomur,“ segir hann. Fornar sögur í nýju umhverfi Þetta er þriðja bók Hjalta en í þeim öllum notar hann Íslendingasög- ur sem innblástur og færir sögusviðið til nútímans. Bæk urnar fjalla allar um börn og unglinga. Þeir sem hafa lesið Lax dælu ættu auð- vitað að kannast við nöfn aðalsöguhetjanna í Ys og þys út af öllu. Enginn tilviljun réð því heldur að ævintýrin gerast í Ungmennabúð- um UMFÍ í Sælingsdal en að bænum Hvammi í Dölum bjó land- námskonan Auður djúpúðga Ketilsdóttir sem Laxdæla fjallar um. Hjalti hefur skrifað eina bók á ári síðan árið 2017. Þær eru allar innblásnar af Íslendingasögunum, tvær hinar fyrri af bæði Egils sögu og Grettis sögu. En er nauðsynlegt að hafa lesið Íslendingasögurnar til að njóta sagnanna? Hjalti segir svo ekki vera. „Þeir sem þekkja sögurnar sjá auð vitað tengingarnar. En þeir sem hafa ekki gert það geta lesið bækurnar eins og hverja aðra sögu,“ segir hann. Nú er hann kominn í fyrsta sinn að Laugarvatni. Og nú, þegar hann hefur komið bæði að Laugum og Laugarvatni, hvernig finnst honum? „Starfið er alveg frábært og krakkarnir þroskast með hverri klukku- stund,“ segir hann. Laugarvatn og reyndar Bláskógabyggð er sneisafull af Íslands- sögu, svo að segja hver þúfa. Er Hjalti með nýja bók í maganum sem gerist í ungmenna búð un- um á Laugarvatni? „Það er aldrei að vita,“ svarar hann. VINÁTTA, HREKKIR OG HEFND Í UNGMENNABÚÐUM UMFÍ Hjalti Halldórsson með bók sína Ys og þys út af öllu. Hjalti Halldórsson, kennari við Langholtsskóla, kom í annað sinn í Ungmennabúðir UMFÍ á þessu ári. Hann hefur skrifað um búðirnar fyrir börn og unglinga. Hjalti Halldórsson ásamt Önnu Margréti Tómasdóttur, forstöðumanni Ungmennabúða UMFÍ, og Jörgen Nilsson, frístundaleiðbeinanda.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.