Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.03.2019, Blaðsíða 21
 SKINFAXI 21 Í tilefni af undirritun viljayfirlýsingarinnar hélt Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra skörulegt erindi um stöðu félagasamtaka og mikilvægi samkomulagsins til að efla félagslega nýsköpun. Sagði hún að það geti dregið úr kostnaði hins opinbera, þá helst í heilbrigðis- og velferðarmálum. „Þetta eru þung kerfi sem kosta mikla fjármuni og þau munu ekki kosta minna í framtíðinni. Við greinumst nú fyrr með sjúkdóma, lifum lengur með þá, ný lyf eru dýrari, við erum að eldast og getum ekki fjárfest bara í steypu, það er að segja í hjúkrunarrýmum fyrir allt þetta fólk. Það ríkir um það samfélagsleg sátt að þessi kerfi séu opin fyrir alla, óháð því hvort þeir hafi fjárhagslega burði til að borga fyrir þau. Ef okkur tekst ekki að stórauka nýsköpun í þessum kerfum er ég ansi hrædd um að ég muni lifa þá tíma þegar við munum klessa á vegg og sagt verður: Nei, nú er peningurinn búinn. Nú er þetta ósjálfbært kerfi sem við getum ekki fjármagnað. Ég hef mikla trú á því að við getum stóraukið nýsköpun í þessum kerfum, sem breyta muni að einhverju leyti starfsumhverfinu fyrir þá sem starfa í þessum geirum. En þeim fylgja líka mikil tækifæri. Ég held að þau opni áhuga fleira fólks til að stíga inn á þennan vettvang og það bæti sömuleiðis þjónustuna fyrir þá sem hana þurfa að nýta, sem erum við öll, einhvern tíma kemur að því.“ UMFÍ er í hópi 34 aðildarfélaga Almannaheilla. Á meðal þeirra eru ADHD-samtökin, Landvernd, Bandalag íslenskra skáta, Barnaheill, Landssamband eldri borgara, Blindrafélagið, Neytendasamtökin og Öryrkjabandalagið. Frekari upplýsingar má finna á almannaheill.is. Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar og Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla. 664-8892Símon Pípari

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.