Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2020, Qupperneq 13

Skinfaxi - 01.01.2020, Qupperneq 13
 S K I N FA X I 13 unnið að því að laða fólk til að draga úr bílanotkun, svo sem með því að hækka bílastæðagjöld og umbuna þeim sem nota almennings- samgöngur,“ segir Kolbrún. En hvernig finnst ykkur Íslendingar standa sig og hvar sjáið þið tækifæri fyrir okkur til að gera betur? „Við stöndum okkur ágætlega og nýtum þá valkosti sem eru í boði núna,“ segir Kolbrún og bendir á að samstillt átak landsmanna um að draga úr plastnotkun skili árangri. Matvörubúðir séu, svo að dæmi sé tekið, að draga úr framboði á plastpokum og bjóði frekar upp á fjöl- notapoka. En gera megi fleira eins og að gera viðskiptavinum kleift að koma með ílát undir mat úr kjötborðum og krukkur til að fylla á sápu eins og gert er í versluninni Vistveru í Reykjavík,“ segir hún. Norrænu samtökin Nordisk Samorganisation for Ungdomsarbejde – NSU – voru stofnuð árið 1946 og saman- standa af tólf aðildarfélögum og fjórum samstarfsfélögum. Innan NSU eru 700.000 félagsmenn. Á vettvangi samtakanna er unnið mikið af verkefnum sem ætlað er að tengja Norðurlöndin betur saman. Þar á meðal eru ungmennaskipti, ungmennavikur og ýmiskonar ráðstefnur og viðburðir ætlaðir ungu fólki. UMFÍ hefur átt aðild að samtökunum frá upphafi, hefur tekið virkan þátt í starfi þeirra og átt fólk í stjórn. Kolbrún Lára situr nú í stjórn NSU ásamt Jörgen Nilsson, frístundaleiðbein- anda í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni. Hvað borðarðu? Eitt af verkefnunum, sem ráðstefnugestir NSU fengu, var sjálf- bærniáskorun í matarinnkaupum. Ráðstefnugestum var skipt í hópa og og átti hver og einn að kaupa mat með eins lágt kolefnispor og mögulegt var. „Hópurinn minn keypti hráefni í hafra- og chia-graut. Við notuðum finnska haframjólk, finnska hafra og vörur úr jurta- ríkinu. Ég var svo viss um að við myndum vinna. En við féllum á því að chia-fræin eru innflutt frá Mexíkó,“ segir Kolbrún. Sá hópur vann sem bjó til máltíð eingöngu úr finnsku hráefni. Hvað er hægt að gera? Kolbrún mælir með að fólk skoði það sem er í boði sem veitir fræðslu um minni plastnotkun og endurvinnslu. Sjálf er hún í nokkrum hópum á Facebook. Tveir þeirra eru: • Last fyrir plast. • Áhugahópur um endurvinnslu og endurnýtingu. Margir þekkja ekki kolefnissporin Kolbrún segir það hafa komið sér á óvart að þótt Íslendingar séu eftir- bátar sumra þjóða hvað varðar endurvinnslu og flokkun séu Evrópu- þjóðir raunar afar mislangt komnar á þessu sviði og margar langt á eftir okkur. „Íslendingar eru til dæmis að gera ýmislegt sem Tyrkjum hefur ekki einu sinni dottið í hug enn. Ég er bara í minni einangruðu kúlu hér á Íslandi og mér datt ekki í hug að fólk á Norðurlöndum væri enn að brenna kolum til orkuframleiðslu. Fólkið frá Tyrklandi sagði okkur að þar væri flokkun á úrgangi nýjung. Þessi hugsun hefur bara ekki þekkst þar fram til þessa,“ segir hún. „Ég held að allir reyni að gera sitt besta. Ég tel að í stað þess að gagnrýna fólk sé farsælla að benda því á leiðir til að gera betur. Fræðsla er góð,“ segir hún og bendir á að sem dæmi hafi hún ákveðið að taka strætó í skólann oftar en áður og að ganga til að fá hreyfinguna frekar en að nota bílinn. „Þetta var skemmtileg vika sem gerði mig meðvitaðri og fékk mig til að hugsa,“ segir Kolbrún Lára.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.