Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.2020, Side 14

Skinfaxi - 01.01.2020, Side 14
14 S K I N FA X I Frumvarpi um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu útbýtt á Alþingi. Í frumvarp- inu eru 750 milljónir króna eyrnamerktar m.a. íþróttastarfi. Vinnuhópur íþróttahreyfingarinnar settur á laggirnar. COVID-19 og áhrifin á íþróttastarfið Faraldur COVID-19 af völdum nýrrar kórónaveiru hefur breiðst hratt út um heimsbyggðina frá því um áramót. Hún hefur haft áhrif um allan heim og raskað lífi margra. Hér má sjá í mjög grófum dráttum tímalínu þróunarinnar frá upphafi, með áherslu á Ísland og íþróttastarfið. Yfirvöld í Kína greina Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni (WHO) frá tilvikum öndunarfæra- sýkingar í Wuhan. Fyrsta tilfelli kórónavíruss- ins greinist í Bandaríkj- unum. Áhrifin Jónas Halldór Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Völsungs á Húsavík: „Við fellum niður 100 skipulagðar æfingar í hverri viku. Það hefur áhrif á 600 iðkendur í skipulögðu starfi félagsins. Mikilvægasta hlutverk okkar er að halda iðkendum við efn- ið og í starfinu. Við getum nýtt tím- ann til að skipuleggja starfið svo að það gangi áfallalaust þegar við kom- umst aftur í gang. En öllu skiptir að halda iðkendum virkum. Um leið og fólk tekur sér hlé frá íþróttum tökum við skref aftur á bak. Og þá fyrst lendum við í vanda. Það er mikil- vægt að íþróttafélögin gleymist ekki þegar samfélagið fer aftur í gang.“ Við eigum öll að hlýða Víði! UMFÍ fékk vísbendingar um að íþróttafólk í félögum væri að stunda íþróttaæfingar úti þrátt fyrir strangt samkomubann. Fjölmiðlar ræddu við Auði Ingu Þorsteinsdóttur, fram- kvæmdastjóra UMFÍ, sem sagði þetta ekki til fyrirmyndar. Allt íþróttastarf ætti að liggja niðri, bæði barna og fullorð- inna, boltaíþróttir, hestaíþrótt- ir, dans og aðrar greinar. Sektir fyrir brot gegn sóttvarna- lögum 31. des. 2019 21. jan. 2020 COVID-19 greint í Noregi.26. feb. 2020 Fyrsta smit COVID-19 staðfest á Íslandi. Neyðarstigi lýst yfir á Íslandi. 6. mars 2020 Alþingi samþykkir frumvarp félags- og barnamála- ráðherra um rétt til greiðslu hlutagreiðslna vegna minnkaðs starfshlutfalls. Það gerir starfsmönnum og verktökum íþróttafélaga, þjálfurum og öðrum á launaskrá kleift að sækja um hlutagreiðslur vegna skerts starfshlutfalls. Gert er ráð fyrir að þær geti numið 20−75% skerðingu. „Íþrótta- og ungmenna- félög gegna veigamiklu hlut- verki í íslensku samfélagi. Í ljósi mikilla áhrifa COVID-19 á starfsemi þeirra var í mínum huga nauðsynlegt að þessi lög næðu til þeirra,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamála- ráðherra. 20. mars 2020 Ríkið styrkir íþróttahreyfinguna Mennta- og menningarmálaráðherra bætir 750 milljónum króna við fjárveitingar 2020 í menningarverkefni og stuðning við íþrótta- starf. Til viðbótar er 400 milljónum bætt við sem verja á í rann- sóknartengd verkefni. „Mikilvægt að þessir fjármunir kom- ist í umferð sem allra fyrst, svo að afkoma fólks og félaga, sem starfa á þessum sviðum, verði betur tryggð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra. 21. mars 2020 Hertar takmarkanir á samkomum – mörkin sett við 20 manns í stað 100. 22. mars 2020 25. mars 2020 26. mars 2020 27. mars 2020 27. mars 2020

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.