Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.2020, Side 20

Skinfaxi - 01.01.2020, Side 20
20 S K I N FA X I „Okkur finnst svo margir gera dásamlega hluti og fannst þetta hárrétti tíminn til að snúa athygli fólks frá kórónaveirunni og horfa á allt það góða og fallega í samfélaginu. Það er svo mikið hægt að gera og það getur peppari dagsins,“ segir Hildur Bergsdóttir, stjórnarmaður í Ungmennafélaginu Þristi og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands (UÍA). Félagar Hildar í Þristi á Fljótsdalshéraði og í Fljótsdal fengu þá flugu í höfuðið á sunnudegi að búa til vettvang þar sem fólk getur hvatt aðra til að fá hugmyndir að hreyfingu, benda á staði í nágrenninu sem hægt er að nýta til úti- vistar, stinga upp á skemmtilegum verkefnum sem fjölskyldan getur leyst saman, setja upp andlegar og líkamlegar æfingar, benda á hlað- vörp og annað gagnlegt og skemmtilegt fyrir einn eða sárafáa til að gera í samkomubanni. En þetta var alveg korter í samkomubann sem tók gildi á miðnætti sama kvöld, 15. mars sl. „Þetta var alveg tíminn til að fá samfélagið í lið með sér og benda á það hvernig hægt er að hlúa að sér og sínum og halda áfram að brosa. Tímasetningin hefði ekki getað verið DÆMI UM TILLÖGU AÐ HREYFINGU Að faðma tré Að telja bangsa í gluggum. Að dansa á meðan maður bakar. Að lesa fyrir mömmu og ömmu. Vikulegt innlegg um jákvæða sál- fræði þar sem m.a. eitt verkefnið er að skrifa lista um eitthvað þrennt sem er gott við daginn. • Fólk sendir inn videóinnslag sem inni- heldur hvatningu til samfélagsins um að standa saman og heilsueflandi hugmynd um eitthvað skemmtilegt sem má stunda í samkomubanni. • Vídeóunum er safnað saman og þeim raðað á daga svo að hver vika verði sem fjölbreyttust. Ein færsla og vídeó eru birt á dag á Facebook-síðu Þrista ásamt stuttri lýsingu. betri og stjórn ungmennafélagsins setti klár- lega brautarmet í hugmyndavinnu þetta kvöld. En allt var klárt þegar samgöngubannið tók gildi,“ segir Hildur. Nýtt vídeó er birt á hverjum degi samkomu- bannsins og er stefnt á að gera það alla daga á meðan á banninu stendur. „Við birtum alltaf vídeó frá einhverjum dásamlegum einstaklingi í samfélaginu okkar, sem hvetur aðra til dáða og kemur með hugmyndir að andlegri og/ eða líkamlegri heilsueflingu. Til að taka þátt í Þristur blæs til leiks dembir fólk sér í að fram- kvæma þær heilsueflingarhugmyndir sem hafa birst í videóum frá okkur, smellir af sér mynd við iðjuna og birtir á samfélagsmiðlum undir #þristurblæstilleiks. Við drögum svo skemmti- lega og heilsueflandi vinninga úr pottinum alla miðvikudaga,“ heldur Hildur áfram. „Þetta er mjög gaman og miklu skemmti- legra en að sitja við tölvuna og horfa á aðra gera eitthvað. Það er svo miklu betra að fram- kvæma eitthvað sjálfur. Við eigum nóg af vídeóum af fólki að gera eitthvað skemmti- legt, og ætlum að birta eitt á dag eins lengi og við þurfum,“ segir Hildur Bergsdóttir. Pepparar dagsins gefa öðrum hugmyndir Ungmennafélagið Þristur bjó til skemmti- legan leik á netinu sem hefur slegið í gegn • Allir geta svo gripið hugmynd úr videóunum á lofti, framkvæmt hana, smellt af sér mynd við þá iðju, merkt hana #þristurblæstilleiks og birt á samfélagsmiðlum. • Myndirnar fara allar í pott og á mið- vikudögum eru dregnir út heilsu- eflandi og skemmtilegir vinningar. Svona er þetta gert

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.