Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Síða 21

Skinfaxi - 01.01.2020, Síða 21
 S K I N FA X I 21 „Aðstæður í samfélaginu eru mjög óeðlilegar. Um leið og og við erum hvött til að vera sundr- uð til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar verð- um við í raun að snúa bökum saman og verða sameinaðri en nokkru sinni fyrr. Við verðum að huga hvert að öðru á meðan þetta ástand varir og passa að enginn verði út undan. Það er svo mikilvægt að hver einstaklingur finni að hann sé hluti af hópi,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún bendir á að aðstæðum eins og nú eru uppi, takmörkun á skóla- haldi, samkomubanni og engu íþróttastarfi, geti fylgt öryggis- leysi, áhyggjur og kvíði. Það eigi sérstaklega við um iðk- endur sem takast á við áskoranir í daglegu lífi. „Íþróttafélög og reyndar allt æskulýðsstarf gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Íþróttahús og félögin sjálf eru meira en húsið sem fólk fer í til að hreyfa sig. Félagslegi Mikilvægt að einstaklingar upplifi að þeir tilheyri hópi Góð ráð 1. Hringdu eða skrifaðu til iðkend- anna með vingjarnlegri kveðju og forvitnastu um það sem þeir eru að gera. Fáðu viðbrögð við því hvað þeim finnist erfitt. 2. Kannaðu sérstaklega þá iðk- endur sem hafa ekki sýnt nein viðbrögð við heima- eða fjar- æfingum. Sendu skilaboð um að þú vonist til þess að „sjá“ iðkandann á næstu æfingu. Framkvæmdastjóri UMFÍ hvetur þjálfara til að vera í sambandi við iðkendur. Öryggisleysi, áhyggjur og kvíði geta fylgt samkomubanni. þátturinn er líka gríðarlega mikilvægur. Íþrótta- iðkun snýst um nærveru og samveru og flestir hlakka jafnmikið til að mæta á æfingu og til að hitta aðra. Þegar hindranir eins og sam- komubann koma í veg fyrir það geta þær lagst með sérstaklega þungum hætti á iðk- endur sem hlakka til æfinga og samneytis með öðrum. Ég hvet því þjálfara til að vera í sam- bandi við iðkendur sína,“ segir Auður Inga. Félagslegi þátturinn er mikilvægur Stundum er því varpað fram að enginn viti hvað átt hafi fyrr en misst hefur. Það á svo sannarlega við um starfsemi aðildarfélaganna. Við söknum íþrótt- anna, þess að hreyfa sig, takast á við áskoranir og keppni en einnig sökn- um við þess að koma saman og hitt- ast á vettvangi íþróttanna, spjalla og spekúlera. Einhvern tíma kemur að því að við komumst aftur í íþróttasal- ina og á vellina um allt land. Á meðan eru félögin ótrúlega lausnamiðuð og iðkendur á mörgum stöðum fá heima- og fjaræfingar frá þjálfurum sínum, nokkuð sem er frábært. Núna snýst þetta samt einnig um að fylgjast með líðan iðkenda því þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir; gleði, samvera og þátttaka, hafa aldrei átt jafn mikið upp á pallborðið og núna. Þjálfarar eru á meðal helstu fyrirmynda iðkenda sinna. Af þeim ástæðum er það góð hugmynd fyrir stjórnendur félaga og þjálfara að huga sérstaklega að þeim hópi iðkenda sem eiga við einhvers konar áskoranir að stríða.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.