Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Síða 22

Skinfaxi - 01.01.2020, Síða 22
22 S K I N FA X I 1. Búið til skemmtilegt blað þar sem sjálfboðaliðar geta merkt við hvað þeir vilji gera. Textinn á blaðinu getur verið eitthvað á þessum nótum: „Ég er frábær bakari“ eða „Ég er grillmeistarinn.“ 2. Gott er að nota ýmis tækifæri til að ná til fólks sem getur hugsað sér að vera sjálfboðaliðar á viðburðum íþróttafélagsins. Þetta má gera á íþróttaleikjum, á hátíðarsamkomum og víðar þar sem tækifæri gefst. 3. Fáið fólk til að ræða við aðra og laða aðra í sjálfboðaliðastörf. Best er að fá fólk til þess sem er ekki framarlega í íþróttahreyfingunni eða sem situr í stjórn félagsins. 4. Afhendið sjálfboðaliðum boli eða treyjur svo að aðrir sjái greinilega að við- komandi er sjálfboðaliði. Ástæðan fyrir þessu er sú að fólk er tilbúið að taka þátt í verkefnum sem sjálfboðaliðar ef það hefur fyrirmynd eða þekkir ein- hvern sem er sjálfboðaliði. Sjálfboðaliðar á vegum íþróttafélagsins Genner í Danmörku fengu gula boli sem á stóð: Ég er sjálfboðaliði, hvenær ætlarðu að bætast í hópinn? 5. Sýnið að þið metið starf sjálfboðaliðanna. Það er hægt að gera með ýmsu móti, til dæmis þegar færi gefst á íþróttaleikjum og þakka þeim eða velja sjálfboðaliða ársins. 5 RÁÐ til að fjölga sjálfboðaliðum Á vefsíðu DGI er haft eftir Evu Johannsen, formanni Genner, að það hafi komið sér á óvart að þegar þessum ráðum var fylgt hafi margir boðið fram krafta sína sem sjálfboðaliðar. 224 sjálfboðaliðar unnu í samtals 1.446 klukkustundir á Landsmótinu á Sauðárkróki 2018. Að meðaltali 1,6 klukkustundir á dag. 4–7 sjálfboðaliða þarf í hverja grein á móti. Sjálfboðaliðar eru... allir sem starfa í nefndum UMFÍ. Sjálfboðaliðastjórar eru... þeir sem stjórna sjálfboðaliðum og fá þá í öll þau störf sem þarf að sinna á viðburðum. Sjálfboðaliðastjóri... heldur utan um tímafjölda sjálfboðaliða eins og kostur er.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.