Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.2020, Side 31

Skinfaxi - 01.01.2020, Side 31
 S K I N FA X I 31 Alltaf hægt að prófa Nýliðatímar í bandýi hjá HK eru á mánudögum í Digranesinu og geta allir sem vilja komið til að prófa. Nýliðatímarnir eru sem hér segir: Krakkar og unglingar (að 16 ára aldri) Mánudagar kl. 18.10 Fullorðnir (frá 16 ára aldri), bæði kk og kvk Mánudagar kl. 19 Hvar er hægt að æfa bandý? Bandý er hægt að æfa víða um land. Samherjar í Eyjafirði bjóða upp á æfingar og hópar kvenna eru á Akureyri, Egils- stöðum og Húsavík auk hóps iðkenda í Setbergi í Hafnarfirði svo að nokkuð sé nefnt. „Við ætlum að halda æfingabúðir í Digra- nesi í fyrsta skipti í maí (ef þáverandi ástand leyfir) til að kanna grundvöll þess að setja saman íslenskt kvennalandslið í bandýi og ætlum einmitt að bjóða iðk- endum af landinu öllu að koma sem og þeim íslensku stelpum sem spila annars staðar í heiminum.“ segir Anna Lea. „Ég var þarna komin yfir þrítugt og mig vantaði meiri hreyfingu. Fyrir um þremur árum var ég að leita að skemmtilegri grein sem full- orðnir gætu stundað og haft gaman af. Í leit- inni rak ég augun í það á Facebook að HK væri með nýliðatíma í bandýi. Ég skoðaði þetta og sá þar að stelpa, sem var með mér í bekk í grunnskóla, væri með í hópnum. Ég ákvað þá að úr því að hún gæti þetta rúmlega þrítug gæti ég það líka. Þegar ég mætti svo í Digra- nesið var svo vel tekið á móti mér að ég ílent- ist í bandýinu og skemmti mér alltaf jafn vel,“ segir hún og bætir við að mikill vöxtur sé í greininni, hún sjái æ fleiri unglinga spila bandý. Fleiri strákar og karlar spila bandý hér á landi en konur og stelpur og það vill Anna Lea sjá breytast. Anna Lea segir bandý frábæra íþrótt fyrir þá sem eru of góðir við sig í gimminu og leita skemmtilegra hópíþrótta. „Þetta er stórkost- leg íþrótt sem allir geta stundað á nánast hvaða aldri sem er. Þar er líka enginn afsláttur gefinn eins og maður getur gefið sér í rækt- inni. Hjá HK kynntist ég nýju fólki og eignað- ist marga nýja vini. Það gefur mér mikið. Hópurinn er mjög blandaður en stærstur hluti hans stundar bandý vegna hreyfingar- innar og skemmtunarinnar þótt við keppum bæði innanlands og utan,“ segir hún og bíður spennt eftir Íþróttaveislunni í Kópavogi. „Liðið mitt tók þátt í Landsmótinu á Sauðár- króki árið 2018. Ég dró alla fjölskylduna með og það var rosalega gaman.“

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.