Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 38
38 S K I N FA X I Þorvaldsdalsskokkið, þar sem hlaupið er eftir endi- löngum Þorvaldsdal í Eyjafirði, er elsta skipulagða óbyggðahlaup á Íslandi. Hlaupið verður haldið í 27. sinn þann 4. júlí næstkomandi. Að þessu sinni verða þrjú hlaup (Landvættur, Hálfvættur og Ungvættur 12–18 ára) og eru þau í samstarfi við Landvættaverkefni FÍ. H ugmyndin að Þorvaldsdalsskokkinu kviknaði hjá Bjarna E. Guðleifssyni, náttúrufræðingi og fjallgöngugarpi, eftir að hann varð vitni að skosku fjallahlaupi upp á hæsta fjall Skot- lands, Ben Nevis. Skokkið var fyrst haldið árið 1994 og hefur farið fram árlega síðan. Þátttakendur hafa oftast verið á bilinu 20 til 50 en í ár stefnir í metþátttöku. Bjarni sá um skokkið fram á þessa öld í sam- starfi við ungmennafélögin á svæðinu, Reyni á Árskógsströnd og Smárann í Hörgárdal, auk þess sem Ferðafélagið Hörgur og Björgun- arsveitin á Árskógsströnd hjálpuðu til. Það var síðan árið 2006 sem Bjarni lét hlaupið í hendur Ungmennasambandi Eyjafjarðar sem hefur síðan staðið fyrir hlaupinu í samstarfi við ungmennafélögin tvö sem hafa komið að hlaupinu frá upphafi. Þorvaldsdalur er opinn í báða enda, opnast suður í Hörgárdal og norður á Árskógsströnd. Þorvaldsdalsskokkið hefst við réttina sunnan við Fornhaga og er hlaupið norður yfir brúna á Ytri-Tunguá og síðan upp með gilinu og er áin höfð á vinstri hönd. Um 300 m ofan vegar er fjallsgirðing og er þar opið hlið sem menn fara í gegnum. Síðan er fjárgötum og dalbotninum fylgt og þess gætt að hafa ána ætíð á vinstri hönd og fjallshlíðina á hægri hönd. Fyrst rennur áin á móti hlaupurum, en á vatnaskilum (í Kytrunni sem er um 500 m yfir sjávar- máli) hverfur hún en rennur síðan með hlaupastefnunni. Hlauparar þurfa gæta þess að fara ekki vestur yfir dalbotninn á vatnaskilunum sem eru í námunda við fyrstu drykkjarstöð, en þetta er helsti mögu- leikinn á því að villast. Fjórar drykkjarstöðvar eru á leiðinni og þar eru björgunarsveitarmenn til taks. Hrafnagilsá, eina verulega þveráin sem er síðla á hlaupaleiðinni, var nýlega brúuð með göngubrú en áður var jeppi þar til taks til að ferja menn yfir. Nú hlaupa menn yfir á brúnni. Þaðan er skokkað eftir jeppavegi (um 5 km) að endamarki við Árskógs- skóla. Þátttakendur geta skilið ökutæki og búnað eftir í grennd við markið en þaðan er þeim ekið að rásmarkinu við Fornhaga. Þorvaldsdals- skokkið er ætlað öllum, bæði konum og körlum, sem telja sig komast þessa leið hlaupandi eða skokkandi á innan við fimm klukkustundum. Sá sem hraðast hefur hlaupið var 1 klukkutíma, 47 mínútur og 12 sek- úndur og elsti þátttakandinn hingað til var 79 ára. Götuskokkarar, göngumenn og aðrir eru hvattir til að fara á sínum hraða um þennan fallega dal. Þetta skokk er gjörólíkt öllum götuhlaupunum sem nú eru í boði. Framkvæmdaaðilar Þorvaldsdalsskokksins eru: Ungmennasam- band Eyjafjarðar, Ungmennafélagið Reynir, Árskógsströnd, og Ung- mennafélagið Smárinn, Hörgárbyggð. Upplýsingar um hlaupið má finna á heimasíðu þess: thorvaldsdalur.umse.is. Methafinn, Þorbergur Ingi Jónsson, nálgast síðustu drykkjarstöð í Þorvaldsdalsskokkinu 2015. Þorvaldsdalsskokkið – óbyggðahlaup um Þorvaldsdal í Eyjafirði

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.