Úrval - 01.02.1959, Page 5
Bréfaskipti Krustjoffs og Duliesar fyrir
milligöngu Bertramls Russell urðu grein-
arhöfundi tilefni til þess að setja
fram þessar athyglisverðu —
Hugleiðingar um eðli stjómmáiaskoðana
Grein úr „The Listener“,
eftir J. B. Corbett.
MJÖG athyglisverðar bréfa-
skriftir áttu sér stað
snemma á síðastliðnu ári í
.brezka blaðinu The New States-
man um þær hættur sem nú
ógna mannkyninu. Þær hófust
á opnu bréfi frá Bertrand Russ-
el til Eisenhovers og Krustjoffs
þar sem hann bendir þeim á at-
riði í stjórnarstefnu beggja
þjóða þeirra, er honum virðast
í augljósri mótsögn hvert við
annað. Báðir trúi á framfarir
og þá um leið á framtíð mann-
kynsins. En hvor um sig trúi
því að framfarirnar geti því að
eins orðið, að stjórnarkerfi
þeirra verði alls ráðandi, jafnvel
þó að það kosti þjóðir þeirra
að vígbúast kjarnorkuvopnum.
En styrjöld með kjarnorkuvopn-
um mundi leiða til sigurs hvor-
ugs, heldur tortímingar beggja.
Mótsögnin er augljós: báðir
aðilar búa sig undir að fram-
fylgja framfarastefnu sinni með
ráðum, sem myndu tortíma
mannkyninu, ef framkvæmd
yrðu. Þessvegna mæltist Bert-
rand Russell til þess við báða
þá sem hann stílaði bréf sitt til,
að þeir viðurkenndu þessa
sameiginlegu mótsögn beggja,
viðurkenndu opinberlega, að
þeir geti ekki lengur náð mark-
miðum sínum með styrjöld, en
féllust á að samkeppnin milli
þjóðfélagskerfa þeirra verði að
3