Úrval - 01.02.1959, Síða 19
RAFEINDATÆKNIN I ÞJÖNUSTU LÆKNAVlSINDANNA
URVAL
sæjar. Frumumar verður að
lita til þess að þær geti orðið
sýnilegar, en liturinn drepur
þær venjulega. Rannsóknar-
stofnun vestanhafs hefur búið
til tæki, sem gerir lifandi frum-
ur mjög greinilegar. IJtfjólu-
blátt ljós á þremur bylgjulengd-
um er notað til að lýsa upp
frumurnar undir smásjánni.
Sérstakir sjónvarpslampar
breyta síðan útfjólubláa litnum
í rautt, blátt og grænt. Þannig
er í fyrsta skipti hægt að fylgj-
ast með leyndustu lífsviðbrögð-
um.
Á sömu rannsóknarstofnun
hefur verið tekin í notkun ,,út-
varpspilla“, eins konar ,,út-
varpsstöð“, um tvo sentimetra
á lengd og einn á breidd. Ef
hún er gleypt og látin renna
um meltingarfærin, ,,útvarpar“
hún ýmiskonar upplýsingum um
ástandið og getur þannig kom-
ið að ómetanlegum notum við
sjúkdómsgreiningu.
Við rannsóknir í augnsjúk-
dómum var rafeindahylki tengt
við sjónmiðstöð heilans á konu,
er hafði verið alblind í 18 ár.
Ljós, sem kveikt var við annan
enda hylkisins, sendi ofurlítinn
rafstraum inn í heilann. Konan
,,sá“ ljósglampann. Hvort hægt
verður að fullkomna tæki þetta,
svo að það geti sýnt raunveru-
legar eftirmyndir, er enn ekki
vitað.
Franskur augnlæknir hefur
notað rafeindaheila til sjúk-
dómsgreiningar á einum sjúkl-
inga sinna. Hann lét vélina hafa
sjúkdómseinkennin til meðferð-
ar og fékk aftur fimm mismun-
andi greiningar. Ein var sú upp-
haflega, sem hann sjálfur hafði
ákveðið, en hitt voru alt sjad-
gæfir sjúkdómar, sem hann að
vísu hefði átt að taka með í
reikninginn, en einhvern veginn
alveg stolið úr huga hans. „Vél-
in kemur ekki í staðinn fyrir
minni læknisins“, segir hann,
„en hún getur gefið honum ó-
metanlegar upplýsingar.“
Þannig hefur rafeindatæknin
í nánum tengslum við lækna-
vísindin, náð undraverðum á-
rangri um okkar daga. En er
nokkuð sennilegra en að það,
sem okkur finnst svo stórkost-
legt í dag, verði harla lítilmót-
legt í samanburði við það sem
framtíðin ber í skauti?
★ -k 'k
Ó, þið kvenbílstjórar!
Bíllinn hafði stanzað rétt hjá bílaverkstæði og ko.na sem sat
við stýrið kallaði í viðgerðarmann. Maðurinn var ekki lengi að
finna hvað að var. „Bíllinn er benzinlaus. Geymirinn er tómur.“
Konan hugsaði sig um andartak. Svo sagði hún: „Haldið þér
að billinn skemmist þó að ég aki honum heim með tóman
geymi ?“
— Granada Review.
17