Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 20
Honum var ekki fullljóst að hverju hann
var að Ieita — þangað til hann fann þá
málningu, sem hefur valdið gjör-
byltingu í húsamáiningu.
Maðurinn sem fann upp gúmmálninguna
Grein úr „Chemistry",
eftir Wilbur Cross.
SAGAN um gúmmálninguna
hefst árið 1937. Þá fékk
29 ára gamall efnafræðing-
ur, dr. Laurence Ryden að
nafni, starf við rannsóknar-
stofnun í Michigan í Banda-
ríkjunum. Hann hafði þá fyrir
skömmu lokið prófi við há-
skóla Ulinois-ríkis og var nú
falið verkefni, sem fáir reynd-
ari vísindamenn voru hrifnir af
— rannsóknir á mjólkursafa
jurta. Mjólkursafinn er lím-
kenndur, hvítur vökvi, sem
fmnst víða í náttúrunni, einkum
í túnfíflategundum og silkiarfa
(Asclepias). Tilbúið mjólkur-
safagúm, framleitt af manna-
höndum með blöndun ýmissa
kemískra efna í vatni, var í þá
daga ,,hrákasmíð“ efnafræð-
innar, ef þannig mætti að orði
komast. Framleiðendur höfðu
reynt það í staðinn fyrir venju-
legt gúm, en það hafði aðeins
gert þeim gramt í geði. Baðföt
úr mjólkurgúmi áttu það til að
rifna þegar verst stóð á, belti
vantaði sveigjanleikann og
regnkápur urðu stökkar í köldu
veðri.
En það var eitthvað við
mjólkurgúmið, sem vakti at-
hygli dr. Rydens. I smásjánni
leit það út eins og samansafn
af örsmáum, hvítum „knatt-
borðskúlum,“ er voru furðulega
líkar að byggingu, og var hver
þeirra minni en hálft míkron á
stærð (eitt míkrón er 1/1000 úr
millimetra). En þó að efnið virt-
ist mjög einfalt, var það ótrú-
lega margbrotið, og ótal spurn-
ingar vöknuðu í sambandi við
það. Hvers vegna var það gúm-
kennt við sumar aðstæður, en
stökkt við aðrar? Hvers vegna
leystist það ekki upp eða breytti
lögrrn, þegar hiti, efnaupplausn-
ir og önnur öfl verkuðu á það?
Hvers vegna voru eindirnar svo
furðulega líkar að byggingu
undir smásjánni?
I átta ár glímdi dr. Ryden við
gátuna. En hann var litlu nær.
Engu að síður neitaði hann að
hverfa að öðru rannsóknarefni,
sem væri meira „spennandi.“
18