Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 23
Kvikmyndahúsin geta orðið musteri listarinnar
Grein úr „Vi“,
eftir Elsu Britu Marcussen.
Þegar fólksstraumurinn til kirkju á sunnudögum tók að þynnast,
komu tveir nýir straumar til: í öðrum lagði fólk leið sína á
stjómmálasamkundur, hinn lá til kvikmyndahúsanna. Á sama hátt
og hinar byltingarsinnuðu stjómmálahreyfingar opnuðu kvikmynd-
irnar fólki sýn til efnálega betri tilveru. Þetta er merki um djiip-
rœtta tilfinningaþörf mannanna, sem ekki má gera lítið úr, og
kvikmyndalistin hefur öll skilyrði til að fulhiœgja að einhverju
leyti þessari þörf, segir greinarhöfundur.
AÐ er ekki fátítt á Vest-
urlöndum um þessar mund-
ir að kvikmyndahús neyðist til
að loka vegna þess að sjónvarps-
tæki eru orðin almenningseign.
Fólk fær í heimahúsum nægju
sína af fréttamyndum, leiksýn-
ingum listdansi, kúrekamynd-
um og spurningaþáttum. Jafn-
framt lesum við í fréttum frá
alþjóðakvikmyndahátíðum, að
lönd eins og Kórea, Vietnam,
Ghana, Nígería, Indónesía —
og auðvitað Indland, Kína og
Japan — séu orðin hlutgeng í
framleiðslu kvikmynda. Þar
eru kvikmyndirnar taldar mikil-
vægt tæki í framfarabaráttunni.
Við höfum verið vitni að því
á undanförnum áratugum, að
útvarp og kvikmyndir hafa þró-
ast úr einskonar leikfangi vís-
indamanna í áhrifamikil tæki
til að miðla almenningi hvers-
konar andlegri fæðu. En það er
eðlismunur á útvarpi og kvik-
myndum. Viðtækið varð
snemma gagnsemisgripur, sem
fyrir lágt afnotagjald sá þús-
undum heimila fyrir gagnlegri
fræðslu og skemmtilegri tónlist.
Fyrir marga er útvarpsdag-
skráin nánast notalegur bak-
grunnur í tónum. En til þess að
sjá kvikmynd verðum við að
fara í kvikmyndahús og borga
aðgang hverju sinni. Nauðsyn-
legt er að einbeita huganum að
upplýstu tjaldinu til þessa að
samsamast því lífi sem þar
streymir framhjá í myndum.
Ég held að hin sterku tök
kvikmyndanna á áhorfendum
byggist á því að kvikmynda-
gerð sé í raun og veru listgrein.
Við vitum að aðrar listgreinar
hafa upprunanlega sprottið upp
af trúarþörf mannsins eða ver-
21