Úrval - 01.02.1959, Page 30
ÚRVAL
FÉLAGAR 1 BARÁTTU VXÐ DAUÐANN
höfðu legið að baki dirfsku
þeirra og afreka? Hafði það
ekki verið metorðagirnd og
mannleg hégómagirnd, sem
knúði þá til að afreka það sem
sýndist ofvaxið mannlegri
getu? Vel gat það verið, en það
var ekki mitt að dæma, hrær-
ingar hjartans voru vegnar á
allt aðra vog — en að hvötin
til verknaðar réð úrslitum —
um það var ég óbifanlega sann-
færður í einveru þessarar næt-
ur.
Þar með var ég aftur kom-
inn að mínu eigin vandamáli:
spurningunni um það hvað það
væri sem hvetti mig til að beita
hnífnum á morgun. Var á-
kvörðun mín tekin af hreinu
hjarta, eða voru það kannski
drísildjöflar metorðagirndar-
innar sem ráku mig áfram?
Þessar hugsanir héldu áfram
að kvelja mig, en ég komst ekki
að annarri niðurstöðu en þéirri
sem þegar var fengin — þú
skalt gera það. Örmagna á sál
og líkama slökkti ég að lokum
ljósið og fleygði mér út af, en
mér var ómögulegt að sofna.
Allt það sem áður hafði gerzt
— allt í sambandi við þetta
einkennilega tilfelli, sótti á
huga minn. Þetta hafði byrjað
fyrir þi'em vikum. Það hafði
verið órólegur dagur — eins og
flestir dagar fyrir önnum kaf-
inn háskóladósent. Um morg-
uninn hafði ég leyst af hendi
tvær erfiðar skurðaðgerðir og
því næst haldið fyrirlestur
um hugtakið sýking (infek-
tion).
Ég gekk hægt niður tröpp-
urnar að kennslustofunni og
síðan upp gömlu tröppurnar
sem lágu upp í vinnustofu mína.
Margir miklir og frægir læknar
höfðu á liðnum áratugum geng-
io upp og niður þessi slitnu
þrep. Hinn ungi Sauerbrauch
hafði gengið niður þau þegar
hann hafði orðið ósáttur við
kennara sinn, Johannes von
Mikulicz, eftir fyrstu mis-
heppnuðu lungnaskurðaðgerð
sína. Seinna hafði hann gengið
sigurglaður niður þessi sömu
þrep eftir að hann hafði fyrst-
ur manna lokið velheppnáðri
lungnaaðgerð — og með því
markað tímamót í sögu skurð-
lækninganna.
Ég var ekki fyrr kominn upp
en ritari minn kom inn. Ég átti
að fara í gegnum póstinn minn,
ég átti að skrifa undir ýmis
skjöl og ákveða próftíma fyrir
stúdentana. Ég bandaði henni
frá mér, en hún sleppti mér ekki
fyrr en við höfðu í sameiningu
fundið rúm fyrir prófin á yfir-
fullri stundatöflu minni. Ég
hélt að ég væri nú laus, en þá
kom nýtt tii. 1 vinnustofu minni
sátu öldruð hjón og biðu eftir
mér, þau höfðu beðið í tvo tíma.
„Voru ekki einhverjir aðrir
sem gátu talað við þau?“ spurði
ég og stundi.
En ritari minn var óbifan-
legur; það var nú einu sinni
skylda hennar að sjá um, að
28