Úrval - 01.02.1959, Side 42
ÚRVAL
LOÐMÚSARÆKT TIL LOÐSKINNAFRAMLRIÐSLU
að horfa. Steind skál með
barnamold er látin vera í búr-
inu í tíu mínútur og hvert af
öðru stökkva dýrin upp í skál-
ina og velta sér í dustinu, en
aldrei nema eitt í einu. Hin
fara í biðröð þangað til að þeim
kemur og drepa tímann með því
að horfa á þann hamingjusama
í „baðkerinu". Hvert búr hefur
sína sérstöku merktu baðskál,
og er það gert til að draga úr
smithættu, enda þótt loðmúsin
sé sterkbyggð og hraust skepna,
sem sjaldan verður misdægurt.
Þegar dýrið stekkur aftur upp
úr skálinni hristir það sig ræki-
lega til að losna við það af
barnamoldinni, sem enn kann
að tolla við feldinn. Þessi leir-
böð halda skinninu mjúku og
sléttu, svo að hvorki þarf að
kemba það né strjúka. 1 hverju
búri er einnig vikursteinn, sem
dýrið notar til að skerpa tenn-
urnar á.
Til skamms tíma hefur það
verið venjan, að loðmúsarhjón-
in væru saman í vírnetsbúrum,
meters löngum og um 75 sm
breiðum, þannig að karlinn væri
stöðugt með kellu sinni, jafn-
vel á meðan got stendur yfir.
Nú hefur verið tekið upp nokk-
urs konar fjölkvæniskerfi.
Kvendýrin eru geymd út af
fyrir sig í litlum búrum hlið
við hlið, sem öll liggja að löng-
um gangi, þar sem eitt karldýr
hefur aðsetur sitt. Á hverju
kvennabúri er lítið op, nógu
stórt til þess að karlinn getur
smeygt sér þar inn og frjóvgað
kerlinguna, sem er með sérstak-
lega útbúin plastkraga um
hálsinn, svo að hún komizt ekki
gegnum opið fram á ganginn.
Þegar karlinn hefur átt mök
við kvendýrin í öllum búrunum,
sem oftast eru sex, og því verki
lýkur hann á tveimur til þrem-
ur vikum, er hægt að flytja
hann með ganginum og öllu
saman að nýrri kvennabúra-
röð, og þannig getur hann
frjóvgað heila tylft loðmúsa-
kerlinga á skömmum tíma.
Þessi aðferð hefur tvo góða
kosti. Ekki þarf nema eitt
karldýr handa tólf kvendýrum,
svo að hægt er að senda feldina
af hinum ellefu á loðskinna-
markaðinn, og á hinn bóginn er
kleift að nota aðeins beztu karl-
dýrin til frjóvgunarinnar og fá
þannig verðmeira kyn.
Líkami loðmúsarinnar er svo
hnöttóttur og feldurinn svo þétt-
ur, að erfitt er að sjá, nema með
nákvæmri athugun, hvort kven-
dýrið gengur með eða ekki. En
það er hegðun hinna tilvonandi
mæðra, sem kemur upp um þær.
Þær eru mjög ástúðlegar við
gæzlumennina og því meir sem
nær dregur fæðingunni. Ungarn-
ir eru alhærðir og sjáandi og að
öðru leyti vel þroskaðir, er þeir
fæðast. Áður en dagur er liðinn,
eru þeir farnir að hlaupa um
búrið og klifra upp eftir vímet-
inu svo langt sem það nær.
Þegar illkynjaður vírussjúk-
dómur kom upp í kanínum fyr-
40