Úrval - 01.02.1959, Síða 43

Úrval - 01.02.1959, Síða 43
LOÐMÚSARÆKT TIL LOÐSKINNAPRAMLEIÐSLU URVAL ii- skömmu,*) urðu loðmúsar- ræktendur mjög kvíðafullir um að smitun kæmist í stofn þeirra. Small majór sprautaði nokkurn hluta af dýrum sínum með sterkum skammti af vírusefni. Engin loðmúsanna sýndi nein merki rnn sjúkleika. Það kom í ljós, að þær voru einnig ónæm- ar fyrir kanínupest, (distemp- er) enda taka þær víst ekki neinn þeirra smitandi sjúk- dóma, er hrjá önnur dýr. Þó að loðmúsarækt fari *) Sjá „Læknirinn, sena gerevddi kanínunum í Prakklandi," í 3. hefti 13. árg. stöðugt vaxandi, má hún enn kallast á bernskuskeiði. Þeim, sem hafa hug á að byrja þessa atvinnugrein, skal sérstaklega á það bent að trúa ekki um of gylliauglýsingum um þann ó- trúlega gróða, sem hægt sé að raka saman á fáeinum árum, þótt byrjað sé í mjög smáum stíl. Slíkar staðhæfingar eru að- eins til að spilla fyrir þessari nýju iðngrein. Hitt er svo ekk- er launungarmál, að loðmúsa- rækt getur gefið allgóðan arð þeim, sem eru reiðubúnir að fórna nauðsynlegu fé og tíma henni til handa, en hún er ekk- ert töfraorð, sem geti lokið upp sesam-helli gulls og gimsteina. 'k 'k ir Iiaráttan við ellina. Baráttunni við Elli kerlingu linnir ekki, enda er sú gamla ekki lamb að leika sér við. Menn hefur lengi grunað, að lokuðu kirtlarnir í likamanum réðu miklu um ellihrömun líkamans. Læknir einn i Glasgow, dr. Erich Geiringer, græddi nýrnahettu úr ungri rottu í gamla rottu og virtist sú aðgerð lengja eðlilegt æviskeið rottunnar um 50%. Það hefur enn ekki tekizt að græða vefi úr einum manni í annan, nema um sé að ræða eineggja tvíbura. En í Tilraunastöð læknavísindanna í Bretlandi hafa verið gerðar tilraunir, sem gefa fyrirheit um það hvernig hægt kunni að vera að lengja starfsævi kirtlanna í mannslíkamanum. Tilraunirnar voru í því fólgnar að tekið var eggjakerfi úr rottu, látið í glycerín og síðan hraðfryst. Eftir langan tíma var eggjakerfið þítt og hafði það þá ekki elzt um einn dag. Það var aftur grætt í rottuna, sem nú var orðin gömul, og kom þá í ljós að það starfaði með eðlilegum hætti. Eins fór þegar vefur úr eista var tekinn úr karlrottu, frysfur og síðan græddur í hana aftur. Kirtlarnir í mannslíkamanum eru flestir tveir af hverri teg- und og kemst maðurinn hæglega af með annan. Þvi hefur mönn- um dottið í hug sá möguleiki, að tekinn verði úr mönnum ung- um annar kirtill af tveim sömu tegundar, hann settur I frysti og græddur í aftur þegar eigandinn er kominn á þann aldur að hann langar til að yngjast upþ! — Sunday Dispach. 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.