Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 47
LEYNIVOPNIÐ MIKLA — LEÐURBLÖKURNAR
URVAL
einni nóttu og melti þau jafn-
harðan, lá við borð að hætt yrði
við allt saman; ein milljón af
þrjátíu gramma þungum leður-
blökum mundi háma í sig 300
tonn af skordýrum á dag. All-
ur flotinn gæti ekki flutt næg-
an mat handa einum flugfarmi
af leðurblökum alla leiðina til
Japans — jafnvel þótt gert
væri ráð fyrir að heppnast
mundi að veiða slík ógrynni af
skordýrum.
En tilraunirnar leiddu þá ann-
að merkilegt í ljós:.þegar hita-
stigið lækkaði niður í 10 °C,
lögðust leðurblökurnar í dvala
um stundarsakir, svo að sýni-
legt var, að ekki yrðu nein
vandræði með öflun matar. En
rétt í sama mund bárust slæm-
ar fréttir frá Harvard — leður-
blökurnar höfðu ekki staðizt
flugprófunina.
Adams læknir varð sem
þrumulostinn og hann notaði
þegar í stað forgangsrétt sinn
og hringdi til Boston.
„Þetta er því miður satt, dr.
Adams,“ svaraði dr. Griffin
niðurdreginn. „Ég er búinn að
reyna allt. Ég reyndi að festa
hylkin á með sáraklemmum,
eins og þér stunguð upp á; það
er svipað og þegar ungviðið
bítur sig fast með mjólkur-
tönnunum. Ég bjó til eins kon-
ar aktygi handa þeim og reyndi
að miða byrðina við þyngdar-
miðju þeirra. Ég reyndi glær
límbönd, gúmmílím — allt, sem
mér datt í hug. En í hvert skipti
sem ég sleppti þeim, hröpuðu
þær niður.“
„Það getur ekki verið,“ mót-
mælti Adams. „Ég hef séð þær
með mínum eigin augum bera
unga, sem vógu þrefalda þyngd
þeirra sjálfra."
„Þannig er það nú samt“,
sagði dr. Griffin. „Þær geta ekki
einu sinni haldið á baun. Ef til
vill hafa ungarnir getað sam-
lagað sig flughreyfingunum á
einhvern hátt, en aftur á móti
dauður hlutur . . .“
„Bíðum við!“ Lækninum
hafði dottið eitthvað snjallt í
hug. „IJr hvaða hæð látið þér
þær falla?“
„Ég hugsaði líka fyrir því“.
Svar dr. Griffins var ekki upp-
örvandi. „Ég náði í stiga og
lét þær falla ofan úr loftinu á
fyrirlestrarsalnum. Það eru
röskir 7 metrar.“ '
Adams læknir andvarpaði
feginsamlega. „Þið líffræðing-
arnir kunnið áreiðanlega góð
skil á lífsferli leðurblökunnar,
en þið hafið ekki hundsvit á
flugi. Leðurblökurnar hrapa
auðvitað, af því að þær ná ekki
nægunl flughraða. Munið þér
ekki eftir hellunum þeirra — 30
metra háir eða meir. Ég þori
að veðja, að leðurblökumóðir
með heilan hóp af ungum verður
að steypa sér 10 metra niður
áður en hún nær sér upp á flug-
inu. Hafið þér nokkurn tíma
séð flugvél missa flugið vegna
oflítils flughraða ? Leðurblök-
urnar yðar eru líkt á sig komn-
45