Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 48

Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 48
urval LEYNIVOPNIÐ MIKLA LEÐURBLÖKURNAR ar — þær fá ekki nægilegt loft undir vængina.“ Klukkutíma seinna hringdi dr. Griffin aftur til að skýra frá velheppnuðum tilraunum, er tekinn hafði verið í notkun nýr og betri flugpallur: kirkjuturn. Losun íkveikjusprengjunnar olli talsverðum heilabrotum. Til- raunir höfðu sýnt, að leður- blakan gat losað sig við hylkið og gerði það með því að velta sér á bakið og naga og slíta sundur hinn óþægilega umbún- að jafnskjótt og hún var kom- in í öruggan felustað. En var líklegt, að henni tækizt það eftir langt og þreytandi flug? Ung- ur vísindamaður frá San Fran- cisco kom með uppástungu, sem hann virtist þó sjá eftir um leið og hann hafði borið hana fram. „Flotinn hefur geysistóra flug- skála á tanganum hérna rétt fyrir neðan — þessa sem byggð- ir voru fyrir loftförin, sem fór- ust -— þeir hljóta að vera 300 metra langir og 100 metrar á hæð og það er hægt að gera þá loftþétta. Hvernig væri, að flot- inn fengi okkur þá til umráða, svo að við getum þjálfað leður- blökurnar þar í fallhlífar- stökki?“ Á eftir fylgdu um fimmtíu símtöl, og sólarhring seinna var starfsliðið og nokkur þúsund leðurblökur á leiðinni að hinum geysistóru flugskálum. Hraði, sífelldur hraði. Vísindamenn, sem árum saman höfðu ekki lyft þyngri hlutum en tilrauna- glösum, glímdu nú við feikna- mikla umbúðakassa og byggðu úr þeim líkingu af stórborg í rökkri flugskálans. Líffræðing- ar þreyttu kapphlaup á glæfra- legum vinnupöllum, hundrað metra frá gólfi, og slepptu lausum ,,fullhlöðnum“ leður- blökum. Mennirnir fyrir neðan teygðu sig og einbeittu sér að því að fylgjast með flugi leður- blakanna, sem báru blá, rauð og gul hylki, alla leiðina að felu- stað þeirra í umbúðakössunum. Á hverjum degi var vandlega leitað að dreifðum hylkjum og þær leðurblökur taldar, sem þá höfðu enn ekki skilað af sér farminum. Þessar tilraunir leiddu tvö mikilsverð atriði í ljós. Leður- blaka með öllum útbúnaði gat verið á flugi að minnsta kosti eina klukkustund, en það svar- aði til 20 mílna undir beru lofti, þannig að ein milljón af leður- blökum var nægileg til að þekja Tokyo og útborgirnar 10 míl- ur út.. Hitt atriðið var ekki síð- ur mikilvægt. Þegar leðurblök- urnar voru lausar og liðugar héldu þær sig saman í þéttum hópum, sváfu í einni kös á dag- inn og allan veturinn og fóru saman á veiðar á sumarnóttum. En sprengjuhlassið olli truflun- um. Leðurblakan kunni illa við sig í þessum fjötrum; henni fannst hún vera eitthvert við- undur, úrhrak í samfélagi allra heiðarlegra leðurblakna. Hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.